Plebbakomment Godds
Guðmundur Oddur kom með mjög góðan punkt í klámvæðingarumræðunni í Kastljósi gærdagsins um "Dirty Weekend" auglýsingaherferð Flugleiða:
Auglýsingar eru alltaf gerðar fyrir ákveðna markhópa, og ef markhópurinn er virkilega þessi, þá er markhópurinn "plebbar". Þannig er verið að gera Bláa lónið að plebbastað, og ég sé ekki að þetta sé neinum í hag.
Markaðsmennska er ekki alltaf vitræn og stundum eru þeir sem kaupa auglýsingarnar plebbar sjálfir.
Þannig eru flugleiðamenn annað hvort plebbar sjálfir eða að segja að markhópurinn sem þeir stíli inn á séu plebbar.
Tilvitnunin er ekki alveg 100% orðrétt en innihaldið er allt þarna.
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.