Færslur fimmtudaginn 15. maí 2003

Kl. 14:30: GPS fjörulabb 

Við Keli kortanörd erum að plana göngutúr á laugardaginn með GPS tækið hans eftir strandlengju Kópavogs og Reykjavíkur til að bæta þeim upplýsingum inn á Íslandskortið hans.

Keli fann tvær þjónustur sem eru gagnlegar þegar svona ferðir eru undirbúnar:

Gott trimm dulbúið sem nördaskapur.

P.S. á meðan ég var að skrifa þetta er Keli búinn að skrifa færslu um þetta sama.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 01:46: Karlmannleiki, kvenleiki, reiði, klám 

Matti Á skrifar um það sem hann kallar mátt reiðinnar.

Bjarni spurði um daginn "Hvað er karlmannlegt?" og fékk fullt af svörum.

Mitt innlegg? Jú, Salvör vísaði í gær(#) á alveg æðislega flott fótboltaklám. Takk Salvör. Playboy er ógeð og klámvæðingin vond og allt það, en mér finnast þetta samt svolítið flottar myndir. Mmmmm....

...

Ég veit ekki hvað er karlmannlegt, en ég veit hvað mér finnst vera kvenlegt. Mér finnast alvöru konur kvenlegar. Konur sem eru öruggar með sjálfar sig, klárar og töff, en samt góðar manneskjur. Allt annað er í raun bara aukaatriði. Kvenlegur kynþokki er fyrir mér þessi kvenleiki plús sterk persónuleg útgeislun. Útgeislun sem er ekki hægt að útskýra, bara finna. Einhver ögrandi lífskraftur sem smitar út frá sér.

Þegar ég horfi á dónamyndir eins og Salvör vísar á, þá virka þær örvandi á mig á einhverju allt öðru leveli en alvöru konur. Þær láta mig dreyma um eitthvað sem ég veit að er ekki til og kitla fantasíuna í sálinni á mér.

Ég hef stundum velt fyrir mér hvað ég mundi gera ef ég hitti einhverntíman konu sem ég hef séð og e.t.v. dáðst að á dónalegum myndum. Hvernig mundi ég bregðast við? Mundi ég fyrirlíta viðkomandi konu, eða mundi ég líta upp til hennar?

Mig grunar að innst inni líti ég upp til kvenna sem láta taka flottar myndir af sér og tekst að búa til einhverja geislun gegnum myndina. Ég held að ég setji þær ósjálfrátt á svipaðan stall og frægt fólk sem maður sér í bíó og í fjölmiðlum. Fræga fólkið er einhvernveginn óraunverulegt og allt að því guðlegt. Það býr í fantasíuheimi myndanna og maður fær á tilfinninguna að það sé ekki af holdi og blóði eins og við hin.

Ég held að aðal hættan í sambandi við klámið felist í því að maður fari að trúa of heitt á myndirnar og gleymi því að það sem þær sýna er bara draumóraveröld án nokkurrar tengingar við raunveruleikann. Þar sem ég tel að ég geri mér nokkuð skýra grein fyrir tómleika dónamynda af fallegum konum, þá finnst mér að ég þurfi ekki að hafa samviskubit yfir því að hafa frumstætt gaman að því að sjá góðar dónamyndir af og til.

Ég er karlmaður. Ég er ég. Og það sem gildir um mig á ekki endilega við um neina aðra en mig.

P.S. Mig grunar stundum að klámið sjálft sé ekki aðal vandamálið, heldur virðingarleysið og firringin sem þrífst eins og illgresi inn í kollinum á sumu fólki (móttakendum kláms). Ég held að við ættum að einbeita okkur að því að kenna fólki að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum og uppræta firringu hvar sem hún birtist.

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóð

Kl. 00:34: Plebbakomment Godds 

Guðmundur Oddur kom með mjög góðan punkt í klámvæðingarumræðunni í Kastljósi gærdagsins um "Dirty Weekend" auglýsingaherferð Flugleiða:

Auglýsingar eru alltaf gerðar fyrir ákveðna markhópa, og ef markhópurinn er virkilega þessi, þá er markhópurinn "plebbar". Þannig er verið að gera Bláa lónið að plebbastað, og ég sé ekki að þetta sé neinum í hag.

Markaðsmennska er ekki alltaf vitræn og stundum eru þeir sem kaupa auglýsingarnar plebbar sjálfir.

Þannig eru flugleiðamenn annað hvort plebbar sjálfir eða að segja að markhópurinn sem þeir stíli inn á séu plebbar.

Tilvitnunin er ekki alveg 100% orðrétt en innihaldið er allt þarna.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í maí 2003

maí 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
        1. 2. 3.
4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
11. 12. 13. 14. 15. 16. 17.
18. 19. 20. 21. 22. 23. 24.
25. 26. 27. 28. 29. 30. 31.

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)