Kjánakastljós

Skrifað 14. maí 2003, kl. 20:07

Kristján í Kastljósinu er að ræða við Guðmund Odd, Katrínu femínistaformann, og einhvern auglýsingastofumann., um "klámvæðingu" í auglýsingum og markaðssetningu almennt. Ágæt umræða. Sérstaklega fannst mér "plebba" komment Godds um "dirty weekend" herferð Flugleiða alveg frábært. Goddur er oft alveg ótrúlega beittur. Mér finnst auglýsingastofugúbbinn ekki mjög sannfærandi.

En Kristján klikkaði í heimildavinnunni sinni. Fyrsta dæmið sem hann sýndi um "klám" í auglýsingum var mynd sem hann "fann á netinu" sem var kynnt sem auglýsing fyrir Puma íþróttavörur og sýnir eitthvað sem virðist vera ung stúlka að totta strák. Ef Kristján hefði eytt smá tíma í að kynna sér staðreyndir málsins, t.d. með smá gagnrýnni leit með Google hefði hann vitað að þarna er á ferðinni mjög skemmtileg, fræg fölsun sem hefur ekkert með Puma að gera.

Líka athyglivert að Katrín gerði enga athugasemd við dæmið hans Kristjáns, í ljósi þess að þessi feik auglýsing var rædd á femínistapóstlistanum um daginn og þá benti glöggur listameðlimur öllum á að þarna væri um fölsun að ræða.

Seinna dæmið, Sisley.com, er hins vegar mjög ekta og alveg sjúkt dæmi um klámvædda markaðsherferð sem er öll miðuð á börn og unglinga. Sisley er með verslun í Smáralind. Ég ætla aldrei að stíga fæti inn í þá búð.


Meira þessu líkt: Femínismi, Viðskipti, Útgáfa.


Svör frá lesendum (8)

  1. JBJ svarar:

    yay for me!

    14. maí 2003 kl. 20:13 GMT | #

  2. Már Örlygsson svarar:

    Já það varst víst þú Jói sem leiddir femínistapóstlistann í allan sannleik um falsanirnar. Takk fyrir áminninguna!

    14. maí 2003 kl. 20:15 GMT | #

  3. Einar Örn svarar:

    Jösss, ég var 8 mínútum á undan :-)

    http://www.eoe.is/archives/individual/004368.php

    14. maí 2003 kl. 23:06 GMT | #

  4. Már Örlygsson svarar:

    Maðurinn sem ég mundi ekki nafnið á heitir Friðrik Eysteinsson og er formaður Samtaka auglýsenda ( http://www.sau.is/ ).

    15. maí 2003 kl. 00:19 GMT | #

  5. Már Örlygsson: Plebbakomment Godds

    "Guðmundur Oddur kom með mjög góðan punkt í klámvæðingarumræðunni í Kastljósi gærdagsins um "Dirty Weekend" auglýsingaherferð Flugleiða: Auglýsingar eru alltaf gerðar fyrir ákveðna markhópa, og ef markhópurinn er virkilega þessi, þá er markhópurinn "ple..." Lesa meira

    15. maí 2003 kl. 00:34 GMT | #

  6. Ragnar Freyr svarar:

    Við lifum því miður á þeim tímum þar sem shock selur! Sisley veit alveg hvað þau eru að gera markaðslega séð. Hvort það sé siðferðislega rétt er síðan annað mál! Það eru ekki nema örfáar teprur sem láta auglýsingarnar þeirra eitthvað á sig fá. Enn færri viðskiptavinir sem litast af því og hætta að versla hjá keðjunni fyrir vikið. United Colours of Benetton ákvaðu t.d. nýlega að tóna aðeins niður herferðirnar sínar og hætta að sína fanga með dauðarefsingar á bakinu og sveltandi börn frá þróunarlöndunum! Í staðinn komu fram herferðir með heilbrigðum einstaklingum í heilbrigðum stellingum við heilbrigðar aðstæður! Ég man ekki hvað það var mikið en salan hjá þeim minnkaði töluvert og í rauninni það mikið að UCB er að hugsa um að taka upp shock-herferðirnar aftur! Shock selur! Hvort sem það sé klám, ofbeldi eða annað þá munum við sjá mun meira af því í framtíðinni! Einfalt!

    Ragnar Freyr onrushdesign.com icelandicnationalteam.com

    16. maí 2003 kl. 15:53 GMT | #

  7. Már Örlygsson svarar:

    Ragnar, himinn og haf skilur að Sisley herferðina og gömlu Benetton herferðirnar. Sisley er sveitt klám beint að börnum á meðan Benetton vöktu á sér athygli með því að velta upp svipmyndum af umdeildum félagslegum málefnum (eyðni, dauðadóm, hungursneyð, etc.) í auglýsingaherferðum sem var beint aðallega að ungu efri-millistéttarfólki á aldrinum 20-35 ára.

    Það er alveg rétt hjá þér að vel heppnað "sjokk" getur vakið mikla athygli á vörumerkjum, og í tilfelli Benetton þá voru skiptar skoðanir um herferðirnar þeirra, en staðreyndin var að þær náðu jákvæðri athygli hjá ákveðnum markhópi (Brand loyalty) og hlutlausri athygli hjá öðrum hópi (Brand awareness) og samtals voru þessir tveir hópar miklu stærri en sá hópur sem fannst ósmekklegt að minna á samfélagsvandamál i sama mund og verið var að selja vöru.

    Ágætis grein um Benetton: http://www.business2.com/articles/mag/print/0,1643,13612,00.html

    Ég held hins vegar að það séu góðar líkur á því að athyglin sem Sisley er að afla sér sé að stórum hluta neikvæð og þessi litla jákvæða athygli endist ekki mjög lengi. Það er ekkert snjallt eða uppbyggilegt við Sisley klámið. Herferðin er algjörlega innantóm klámlumma sem er beint að óheppilega ungum markhópi.

    P.S. Takk fyrir að kalla mig tepru. :-)

    17. maí 2003 kl. 00:50 GMT | #

  8. Ragnar Freyr svarar:

    Himinn og haf skilur einmitt Sisley herferðinna og Benetton herferðirnar ekki svo auðveldlega af þegar kemur að lokaáhrifunum, sem er sjokkið! Þ.e. að nota sjokk factorinn til að vekja athygli á vörumerkinu. Fyrirtækin eru bara að nota mismunandi symbolisma til að ná þessu markmiði og í þessu tilfelli er Sisley þannig séð grófari, með sterkari symbolisma, sem líkir eftir kynlífi og er þessvegna á "neðra siðferðisstigi" heldur en Benetton! Það sem er síðan fyndnast við þetta allt saman er að Sisley er dótturfyrirtæki Benettons! Það er því engin furða að markaðslegar sóknir fyrirtækjanna beri sömu markmið í sér.

    Hvort þetta sé gott eða slæmt, rétt eða rangt skal ég ekki segja með óyggjandi hætti. Ég er sjálfur á báðum áttum! Það er eitthvað í mér sem finnst þetta bara töff og "pönk" en einnig er eitthvað í mér sem finnst þetta rangt og óbjóðandi. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um markhóp og aðgengi almennings (barna) að auglýsingunum.

    En þannig séð finnst mér Sisley ekkert vera grófara en hvað annað sem börn og unglingar hafa aðgang að í dag. Þetta er einungis hluti af ákveðnu kýnlífs-opinberunar-trendi síðustu ára í popp-menningu, auglýsingum, tísku, ljósmyndum og fleiru og í rauninni getum við ekkert nema sjálfum okkur um kennt. Auglýsingar endurspegla oftar en ekki samfélagið og samfélagsviðhorf.

    Er þetta klám eða er þetta list? Hefði verið betra að sýna samskonar málverk með sama symbolisma? Eru ljósmyndir verri af því að þær "grípa sannleikann"?

    Ég afsaka óheppilegt orðalag mitt í fyrri pósti og vona að þú hafir tekið því með þeim léttleika sem það var skrifað með! ;-)

    Með kærri kveðju,

    Ragnar Freyr onrushdesign.com icelandicnationalteam.com

    17. maí 2003 kl. 14:55 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)