Kortagerð litla mannsins

Skrifað 14. maí 2003, kl. 11:09

Keli übernörd er að fikta í kortagerð með GPS og SVG. Mjög töff dæmi sem gæti auðveldlega undið mikið upp á sig.

Annars er það synd hvernig Landmælingar Íslands liggja á sínum kortagögnum eins og ormur á gulli. Kortagögn þeirra eru til fyrir tilstilli skattpeninganna okkar allra og mér finnst það hrein sóun að almenningur hafi ekki a.m.k. lágmarks ókeypis aðgang að þeim til nýsköpunar, gagns og gamans.

Landmælingar ættu að gefa út á netinu öll sín mælinga- og kortagögn á hráu formi, og leyfa ókeypis notkun, afritun og dreifingu með vissum skilmálum. Þannig gæti áhugafólk þróað spenndi hugbúnað og smáþjónustur sem nýta gögnin og heilmikil nýsköpun gæti átt sér stað. Það mætti svo hugsanlega heimta fullt afnotagjald af þeim sem hyggðust nota gögin í beinu gróðaskyni.


Meira þessu líkt: GPS Kortagerð, Höfundaréttur.


Svör frá lesendum (4)

  1. JBJ svarar:

    Þeir eru víst hálf-einkavæddir.. eiga að afla sinna peninga sjálfir núna þannig að allt sem þeir fengu þegar þeir voru alveg á spenanum er orðið að einkaeign fyrirtækisins.

    Alveg eins og öll hin einkavæddu ríkisfyrirtækin, okkar peningar bjuggu til hluti og þjónustur sem við þurfum nú að kaupa.

    Er ekki einka(vina)væðingin sniðug?

    14. maí 2003 kl. 11:36 GMT | #

  2. Hrafnkell svarar:

    Það er eins og mig minni að landmælingar BNA manna http://mapping.usgs.gov/ fari svona með kortagögn sín eins og þú stingur upp á Már. Ég er hrifin af því.

    14. maí 2003 kl. 14:00 GMT | #

  3. gunnare svarar:

    Landmælingar eru alls ekki svona stífir á þessum gögnum. Ég fékk frá þeim fullt af gögnum fyrir M.S verkefnið mitt í Tölvunarfræði. Það sem þeir vilja í staðinn er að fá eintak af hugbúnaðinum til að geta sýnt notkunarmöguleika korta Landmælinga. Það getur vel verið að þeir séu svona góðir við mig afþví að þetta er langt frá því að vera gróðastarfsemi hjá mér :o

    15. maí 2003 kl. 23:31 GMT | #

  4. Már Örlygsson: GPS fjörugangan mikla

    "Við Keli létum verða að því að ganga með GPS tæki eftir strandlengju Reykjavíkur. Við töfðumst og byrjuðum ekki fyrr en nokkru eftir að byrjað var að falla að, en það stytti vegalengdina sem við náðum að mæla. Það tekur..." Lesa meira

    18. maí 2003 kl. 02:29 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)