Ađ feminískum leiđarlokum
Fyrr í dag skráđi ég mig af femínistapóstlistanum. Taugarnar ţurftu smá hvíld :-). Ég er ekki alveg viss, en mig grunar ađ ţar međ sé ég jafnframt genginn úr femínistafélaginu. (Hvernig virkar međlimaađild ađ félaginu annars?)
Ţrátt fyrir ađ yfirlýst stefna félagsins sé ađ vera sameiningarvettvangur fyrir sem flestar gerđir femínisma og breiđfylking femínista međ ólíkar skođanir, ţá er reyndin sú ađ á póstlistanum ţrífst engin umrćđa í friđi nema hún samrćmist mjög skýrt afmarkađri sýn á femínisma. Hugmyndin um ađ allir femínistarnir í skóginum geti talađ/starfađ saman í vinsemd og af virđingu hljómar mjög vel, en virđist ţví miđur ekki ganga upp í reynd.
Ég lít samt ekki svo á ađ ţáttaka mín á listanum hafi veriđ tímasóun - ţvert á móti hefur hún veriđ mjög fróđleg og ég hef lćrt mjög mikiđ á umrćđum síđustu vikna:
- Ég er búinn ađ kynnast betur femínistanum í sjálfum mér.
- Ég er međ fćrri fordóma í garđ femínista.
- Ég veit betur hverju ég er sammála og hverju ósammála.
- Ég hef frćđst um fjölmörg merkileg málefni og séđ sjónarhorn mismunandi fólks á ţau.
- Ég hef lćrt betur ađ tjá mig af virđingu um flókin, tilfinningaţrungin málefni.
- Ég hef kynnst (beint og óbeint) merkilegum konum og körlum sem ég ber núna mikla virđingu fyrir.
Ţetta er búiđ ađ vera ómetanlegt.
P.S. ég er áfram femínisti.
Nýleg svör frá lesendum