Fćrslur Ţriđjudaginn 6. maí 2003

Kl. 23:57: Ađ feminískum leiđarlokum 

Fyrr í dag skráđi ég mig af femínistapóstlistanum. Taugarnar ţurftu smá hvíld :-). Ég er ekki alveg viss, en mig grunar ađ ţar međ sé ég jafnframt genginn úr femínistafélaginu. (Hvernig virkar međlimaađild ađ félaginu annars?)

Ţrátt fyrir ađ yfirlýst stefna félagsins sé ađ vera sameiningarvettvangur fyrir sem flestar gerđir femínisma og breiđfylking femínista međ ólíkar skođanir, ţá er reyndin sú ađ á póstlistanum ţrífst engin umrćđa í friđi nema hún samrćmist mjög skýrt afmarkađri sýn á femínisma. Hugmyndin um ađ allir femínistarnir í skóginum geti talađ/starfađ saman í vinsemd og af virđingu hljómar mjög vel, en virđist ţví miđur ekki ganga upp í reynd.

Ég lít samt ekki svo á ađ ţáttaka mín á listanum hafi veriđ tímasóun - ţvert á móti hefur hún veriđ mjög fróđleg og ég hef lćrt mjög mikiđ á umrćđum síđustu vikna:

  • Ég er búinn ađ kynnast betur femínistanum í sjálfum mér.
  • Ég er međ fćrri fordóma í garđ femínista.
  • Ég veit betur hverju ég er sammála og hverju ósammála.
  • Ég hef frćđst um fjölmörg merkileg málefni og séđ sjónarhorn mismunandi fólks á ţau.
  • Ég hef lćrt betur ađ tjá mig af virđingu um flókin, tilfinningaţrungin málefni.
  • Ég hef kynnst (beint og óbeint) merkilegum konum og körlum sem ég ber núna mikla virđingu fyrir.

Ţetta er búiđ ađ vera ómetanlegt.

P.S. ég er áfram femínisti.

Svör frá lesendum (5) | Varanleg slóđ

Kl. 23:09: Gćlunöfn sem Garpur hefur fengiđ 

Litlir drengir á fyrsta ári eiga ţađ til ađ vera kallađir ýmsum gćlunöfnum:

  1. Stúfur
  2. Litli humar (nýfćddur, organdi og rauđur frá hvirfli til ilja)
  3. Stubbur
  4. Stubbastrákur
  5. Logi kúkur (út um allt, upp á bak, niđr'í sokka)
  6. Bjartur
  7. Litli engill
  8. Litli álfur (međ húfu)
  9. Ljúfur
  10. Knúsikall
  11. Brosmildur
  12. Fallegur
  13. Litli frekjuhundur
  14. Rassálfur (án bleyju)
  15. Knúsilíus
  16. Elsku strákur

Ţetta eru nöfnin sem hann hefur fengiđ frá mér. Mamma hans skrifar örugglega annan álíka lista í dagbókina sína.

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ



 

Fćrslur í maí 2003

maí 2003
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
        1. 2. 3.
4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
11. 12. 13. 14. 15. 16. 17.
18. 19. 20. 21. 22. 23. 24.
25. 26. 27. 28. 29. 30. 31.

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)