Femínistaritskoðun eða bara ofvirkur lobbíismi?

Skrifað 28. apríl 2003, kl. 18:09

Skrif um meintar ofsóknir "femínista":

Áhugaverð skrif allt. Sér í lagi merkileg "hótun" Friðbjörns: "Sem betur fer eru uppi áform til að mæta þessum aðgerðum feminista og brjóta ógnarstjórn þeirra á bak aftur." Friðbjörn er augljóslega þræl hlutdrægur í skoðunum sínum sem einn aðstandenda vefsins Batman.is, en mér finnst það samt áhyggjuefni ef einhverjir einstaklingar liggja í auglýsendum og hóta aðgerðum í nafni femínistafélagsins. Mér finnst ótrúlegt að meginþorri meðlima í félaginu kærir sig ekki um að vera þátttakendur í slíku.

Ég fæ samt ekki séð að þarna sé á ferðinni ritskoðun af hálfu þessara meintu "femínista", heldur grunar mig að þetta kallist á fínu frjálshyggjumáli "lobbíismi", og þyki gott verkfæri. :-) En óháð því, þá er ég ekki viss um að ég vilji vera meðlimur í þessu félagi ef svona árásarkenndur "lobbíismi" á að viðgangast þar (mér finnast draumar Gyðu vera sérlega ógeðfelldir).

Til Svanssonar skýt ég þessu: Það er ekkert leyndarmál að ég skrifaði umræddan "leiðarvísi" á póstlistann, sem hluta af almennri umræðu um hvernig væri hægt að grafast fyrir um ábyrgðarmenn nafnlausra ærumeiðinga á netinu.

Þar talaði ég um ýmsar leiðir sem hægt er að nota, t.d. Whois uppflettingar, nslookup, skoða IP-tölur í hausum tölvupósts, skoða vefleiðaranetið í kringum nafnlausu skrifin og fylgjast með vinum "nafnleysingjanna". Í öðrum bréfum lét ég í ljós efasemdir mínar um að kærur eða beinar "árásir" væri rétta leiðin, og hvatti fólk til að íhuga frekar friðsamlegri og "klókari" leiðir sem væru betur til þess fallnar að skapa vitsmunalega umræðu um málið.

Eftir á að hyggja var það visst dómgreindarleysi af mér að senda þessar upplýsingar á svona stóran póstlista, því eins og við var að búast ákváðu einhver "skemmd epli" á listanum að taka því svo að ég hefði gefið einhvers konar veiðileyfi á hýsingaraðila Rantur.com, og aðra. Viðkomandi hýsingaraðilar, sem urðu fyrir leiðinlegu áreiti frá fúlum karlfemínistum, eru ágætir kunningjar mínir og ég hef beðið þá afsökunar á þessu.


Meira þessu líkt: Femínismi.


Svör frá lesendum (19)

  1. Svansson.net svarar:

    Jaja, eg vissi thad svosem alveg;-). Eg reyndi reyndar tvisvar ad na a tig a msn medan eg var ad skrifa, en floktid a ter var full mikid. Thar sem eg nennti ekki ad leggja faeinar minutur i ad bidja um leyfi fyrir nafngreiningu fannst mer taegilegt ad hafa thetta bara svona:-) Thu erfir thad vonandi ekki vid mig:)

    28. apríl 2003 kl. 19:24 GMT | #

  2. Svansson.net svarar:

    Annars skilgreinir madur lobbiisma fyrst og fremst sem tilraunir hagsmunaadila til ad hafa ahrif lagasetningu eda fjarveitingar rikisins held eg.

    28. apríl 2003 kl. 19:26 GMT | #

  3. Már Örlygsson svarar:

    Kúl. Hélt að þú værir kannski eitthvað að "vernda" mitt nafn í þessu og vildi bara að það kæmi fram að slíkt væri óþarfi, þótt ég viti að einhverjir eru búnir að bíta í sig að ég hafi verið í fararbroddi í árásunum með þessum blessuðum pósti mínum.

    Mér finnst reyndar slæmt að archive póstlistans sé læst almenningi. Ég mundi vilja að allt sem er skrifað þar væri öllum aðgengilegt.

    28. apríl 2003 kl. 19:29 GMT | #

  4. Svansson.net svarar:

    Am, mer finnst e-d kjanalegt vid thad ad postur sem er sendur a morg hundrud manns se samt skilgreindur oopinber og ekki megi visa i hann utan postlistans nema med leyfi hofundar? Finnst tad alika gafulegur fyrirvari og sa sem sest a hinum ymsustu bloggum her og thar. I tad minnsta er tad ekki morg blogg sem eru med jafn marga lesendur.

    28. apríl 2003 kl. 19:54 GMT | #

  5. Svansson.net svarar:

    Enn af lobbyisma - kannski thad se best ad segja ad verid se ad beita ser fyrir e-s konar politiskum auglysingaretttrunadi...

    28. apríl 2003 kl. 20:05 GMT | #

  6. Ágúst Flygenring: Fas femínista

    "Ég var búinn að heyra af þessu herópi Gyðu á stofnfundi Femínstafélagsins. Mín fyrstu viðbrögð við þessari sýn - og skoðun mín á þeim í dag - var fyrst og fremst svekkelsi. Ég er svekktur yfir því að þessi tegund femínisma skuli vera presenteruð..." Lesa meira

    29. apríl 2003 kl. 01:28 GMT | #

  7. Elín svarar:

    Las það sem frjálshyggjumaðurinn skrifaði. Ég held nú að sumir séu kannski bara að blása þessar svokölluðu ofsóknir út. Mér finnst PERSÓNULEGA síðurnar batman og tilveran lítilsvirða konur. Mér er alveg sama hvort þeir segjast bera ábyrgð á efninu sem þar birtist eða ekki. Þeir eru augljóslega miðill og eru að miðla þessum skilaboðum. Vinkona mín benti mér á að stjórnmaálflokkarnir auglýstu þarna. Sömu flokkar og ég hef setið á fundi með og hlustað á lýsa andúð sinni á klámvæðingunni og heyrt þá segjast berjast gegn henni og þeim birtingamyndum sem hún setur fram af konum. Sem einstaklingur hef ég frelsi til að senda þeim bréf í MÍNU nafni og biðja um útskyringu á þessu misræmi í stefnu sinni. Ég hef aldrei nefnt félagið á nafn í þessu sambandi og veit ekki um neinn sem hefur gert það. Ég hef frelsi til að vera gagnrýnin neytandi !!!

    29. apríl 2003 kl. 11:23 GMT | #

  8. Elín svarar:

    Og má ég bæta við. Hef aldrei hringt í einn einasta mann í þessu sambandi. Hef aldrei hótað neinum einum einasta hlut. Ekki minn stíll það, en er greinilega stíll annarra og þá á ég við hótanir Frjálsa um skipulagðar aðgerðir gegn frelsi annarra einstaklinga sem hafa ekki sömu skoðanir og hann.

    29. apríl 2003 kl. 11:38 GMT | #

  9. Einar Örn svarar:

    Mitt framlag: http://www.eoe.is/archives/individual/004351.php#666

    Átti upphaflega að vera komment hérna en varð aðeins lengra.

    29. apríl 2003 kl. 11:49 GMT | #

  10. Svansson.net: Athyglisvert

    "Ég er ekki viss um Elín skilji auglýsingamarkaðinn rétt. Það er engin sérstök stefna sem kemur fram með auglýsingakaupum á afþreyingarfjölmiðlum. Það er einfaldlega verið að kaupa pláss. Eða þá selja pláss" Lesa meira

    29. apríl 2003 kl. 14:22 GMT | #

  11. Elín svarar:

    Ég vil svara Svansson en hann er ekki með neitt svona comment box hjá sér

    Víst kemur ákveðin stefna fram. Ef þú auglýsingu hjá einhverjum miðli ertu að styrkja viðkomandi miðil því þú borgar honum fyrir.

    Ef þú ert á mót því sem ÞÉR finnst klám þá kaupir þú ekki heilsíðuauglýsingi í blaði sem ÞÉR finnst vera klámblað ,svo dæmi sé tekið.

    Í þessu tilviki með þessar 2 ákveðnu afþreyingasíður ertu meira að segja styrkja miðil sem þykist ekki bera ábyrgð á því sem hann miðlar. Myndi einhver selja auglýsingar í blað sem væri þannig að hann myndi klippa út allskonar vitleysu og líma saman en bera enga ábyrgð á því sem þar birtist.

    Þegar umræddir stjórnmálaflokkar skoðuðu hvar þeir voru að auglýsa sögðust þeir alls ekki vilja styrkja svona boðskap sem þarna birtist. Engum var hótað í mínu bréfi en samt virtust umræddir sammála því annars myndu þeir láta þennan NASISMA sem vind um eyru þjóta.

    HMMMM

    29. apríl 2003 kl. 15:17 GMT | #

  12. svansson.net svarar:

    Mér liggur við að segja auðvitað ekki - Það eru kosningar í gangi og hvert einasta atkvæði skiptir máli.

    Ef "úrklippu"blaðið sem þú lýsir væri mikið lesið myndi auglýsandinn væntanlega auglýsa þar já. Ef hann sæi tilganginn. Markmiðið með auglýsingum er ekki að styrkja kvenfyrirlitningu, en mér sýnist þú vera að ítreka þann skilning.

    Hvað myndi þér finnast ef félag frjálshyggjumanna hringdu í markaðsstjóra þeirra fyrirtækja sem til dæmis auglýsa í Veru og færi að skipta sér af því hvar þeir auglýsa?

    Það að batman.is sé að "lítilsvirða" konur er pólitísk skoðun og það er í meira lagi vafasamt að vera að tukta fyrirtæki til að að auglýsa bara "politically correct". Ég hef aldrei gagnrýnd auglýsingakaup á þessum forsendum. Ég held að auglýsingakaup séu yfirleitt ekki gagnrýnd á þessum forsendum.

    Ég veit satt best að segja ekki til þess að neinir nema fáeinir feministar leyfi sér að setja út á auglýsingar á þessum forsendum. Það er umhugsunarefni, ekki satt.

    Þetta eru einfaldlega fyrirtæki sem taka ákvarðanir innan ramma laga og siðvenja sem þjóna hagsmunum viðkomandi fyrirtækja. Það er ekkert ámælisvert við það.

    Ef þér finnst e-ð vera klám er það sjálfsagt mál að sleppa því að kaupa auglýsingu. En ef þú vilt samt kaupa hana, þótt þér finnist þetta vera klám er það líka bara þitt mál. Og ef þér finnst þetta ekki vera klám, er það líka bara þitt mál.

    29. apríl 2003 kl. 15:44 GMT | #

  13. Elín svarar:

    Þú ert alltaf að tala um að tukta einhver til og hóta!! Ég gerði það ekki !! Voru það ekki bara þessir 2 menn sem hringdu í Egil sem voru að reyna að tukta fólk til.

    En allavega .... Auðvitað er MARKMIÐIÐ ekki að styrkja kvenfyrirlitningu en þú gerir það nú samt ef þú ert að afla þessum miðli tekna. Það finnst mér að minnsta kosti. Ég þarf ekki að kaupa vörur eða þjónustu frá fyrirtækjum sem auglýsa á miðli sem miðlar " teenage sluts get what they deserve" og taka samt enga ábyrgð á því. Ég hef sjálf selt auglýsingar í blöð og það er enginn sem myndi auglýsa í blaðinu ef ég myndi segja " Það er enginn sem tekur ábyrgð á efni blaðsins og ég veit ekkert hvað efni blaðsins er bara eitthvað sem fólk sendir inn" En bara út af þetta er netið þá finnst þeim það kannski í lagi. Mér finnst það ekki og ég má alveg hafa þá skoðun. Ef frjáslhyggjumenn sæju eitthvða í VERU sem gjörsamlega misbyði þeirra velsæmi fyndist mér alltí lagi að þeir hefðu samband við þá sem þar auglýstu og bæðu um skýringar og bentu á hvað misbyði þeim. Sérstaklega ef boðskapur þessi væri ítrekaður og alltaf einhver hluti blaðsins. Eins og ég hef sagt þá var ENGUM HÓTAÐ bara beðið um skýringu viðkomandi bent á. Fyrirtækin ( Í mínu tilfelli stjórnmálflokkar)gera sjálf upp við sig hvort þau vilja auglýsa þarna áfram.

    Og takk fyrir það ,og afsaka stafsetningavillurnar

    Kveðja Elín

    29. apríl 2003 kl. 16:21 GMT | #

  14. Bjarni svarar:

    Já, ég held að næsta mál á dagskrá sé að gera aðför að kvennablaðinu VERU. Skoða það blað mjög vel og sjá hvort örlar á einhverri kynlífsumfjöllun, klámi eða niðrandi ummælum um karlmenn. Ég held að það sé öruggt mál að nú verður gerð markviss árás á VERU og það blað sett á hausinn STRAX.

    29. apríl 2003 kl. 16:52 GMT | #

  15. Hrafnkell svarar:

    Gæti ekki einmitt verið tilgangurinn með því að auglýsa í þeim miðlum sem flytja efni andstætt stefnu stjórnmálaflokka að ná til þess fólks sem les "sorann" og beina því af villu síns vegar?

    29. apríl 2003 kl. 17:04 GMT | #

  16. Svansson.net svarar:

    Vefþjóðviljinn, nánar tiltekið 5. apríl. Þetta er það eina aðgengilega sem ég man eftir á netinu. |http://www.andriki.is/scripts/dsp_text.asp?art=20|

    Formaður kvenréttindafélags Íslands hótar að kæra flugleiðir vegna auglýsinganna fancy a dirty weekend in Ísland og Trip with a dip. Auglýsingarnar fela í sér tvírætt orðalag og það er leitun að þeim lögum sem gera þær á nokkurn hátt ólöglegar. Þær eru einungis birtar erlendis. Það veit hver heilvita maður að Flugleiðir munu aldrei nokkurn tímann verða sakfelldar fyrir dómstólum vegna þeirra, líka formaður kvenréttindafélagsins. Tilgangurinn er að skapa kostnað fyrir fyrirtækið og fæla það frá slíkum auglýsingum. Helgar tilgangurinn meðalið? Svo virðist vera.

    Það voru sumsé "bara" þessir tveir menn sem notuðu hótanir og svo formaður kvenréttindafélags Íslands á opinberum vettvangi. Það að hótunin var sett fram í beinni útsendingu er sömuleiðis augljóslega gert til þess að skapa umtal og óþægindi fyrir fyrirtækið.

    29. apríl 2003 kl. 17:14 GMT | #

  17. Unnur svarar:

    Þótt ég skilji hvað þú ert að fara svansson þá hljómarðu samt soldið eins og maður megi ekki vera vondur við fyrirtæki ;)

    29. apríl 2003 kl. 17:38 GMT | #

  18. Svansson.net svarar:

    Auðvitað ekki:)

    29. apríl 2003 kl. 19:38 GMT | #

  19. Már Örlygsson: Orrahríð

    "Ef einhverjum einmana "femínistum" út í bæ er að takast að setja heilu fjölmiðlana á hausinn með nokkrum símtölum, segir það þá ekki meira um viðkomandi fjölmiðil en nokkuð annað?" Lesa meira

    29. apríl 2003 kl. 20:54 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)