Alţjóđavćđefokk!?

Skrifađ 25. apríl 2003, kl. 22:43

Snemma í morgun, líklega um átta-leytiđ, hringdi síminn. Lítil konurödd á hinum endanum spurđi á ađeins bjagađri ensku hvort hún gćti talađ viđ "ma'r oerluggsun". Ég gaf til kynna ađ ţađ vćri líklega ég. Konan kynnti sig og sagđist hringja frá Japan. Smá ţögn. Ég hugsa "vá!", segi "uhu?" Konan heldur áfram og segist hringja frá einhverju alţjóđlegu fjárfestingarfyrirtćki, sem skilar ađ međaltali svo og svo margra prósenta arđi á ári og ég veit ekki hvađ. Hvort hún mćtti ekki biđja félaga sinn ađ senda mér nánari upplýsingar um ţađ sem ţau vćru ađ bjóđa? Ég hugsa "vá!", segi "uh... no thanks." Viđ kveđjumst.

Er símasölumennska núna orđin ađ alţjóđlegri starfssemi - er ţetta ţessi alţjóđavćđing sem allir eru ađ tala um?

Hví ég??


Meira ţessu líkt: Sögur og minningar, Viđskipti.


Svör frá lesendum (4)

 1. egill svarar:

  Ég fékk svipađ símtal frá náunga sem sagđist starfa hjá JP Morgan. Hann sagđist hafa öruggar heimildir fyrir ţví ađ ég vćri fjárfestir, og vildi ólmur vita hvađ ég fjárfesti fyrir margar milljónir dollara á ári.

  Besta skemmtun ađ draga svona símtal á langinn og segjast ekki gefa slíkt upp til ókunnugra. Um ađ gera ađ láta ţessa vitleysinga tala nógu lengi, ţannig ađ símtaliđ frá útlöndum kosti nógu mikiđ til ađ ţeir á endanum fari á hausinn og ráđi ekki viđ ţađ ađ stunda ţetta kjaftćđi áfram!

  25. apríl 2003 kl. 23:25 GMT | #

 2. Vera svarar:

  Ég fékk svona símtal frá Tokyo, eldsnemma um morgun, fyrir nokkrum dögum!!! Fáránlegt alveg!

  25. apríl 2003 kl. 23:32 GMT | #

 3. Magnus Stefansson svarar:

  Ég fékk líka svona símtal á föstudags morgun. Furđulegt.

  26. apríl 2003 kl. 23:25 GMT | #

 4. Baldur Gíslason svarar:

  Ég fékk líka svona símtal kl 10 á föstudagsmorgninum, einhver gaur frá japan sem talađi slćma ensku og spurđi um "mister ba'ldúúr gislas'n" Eitthvađ fjárfestingafirm í japan, reyna ađ plögga einhver hlutabréf. Ég hélt gaurnum í símanum í alveg 10 mínútur og endađi svona: "What is your occupation sir?" "I'm a college student." "Ok thank you very much byebye skella á"

  Ég eiginlega hefđi átt ađ segja honum ađ ég vćri olíufursti, forstjóri shell eđa álíka bullshit...

  28. apríl 2003 kl. 15:40 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)