Færslur föstudaginn 25. apríl 2003

Kl. 22:43: Alþjóðavæðefokk!? 

Snemma í morgun, líklega um átta-leytið, hringdi síminn. Lítil konurödd á hinum endanum spurði á aðeins bjagaðri ensku hvort hún gæti talað við "ma'r oerluggsun". Ég gaf til kynna að það væri líklega ég. Konan kynnti sig og sagðist hringja frá Japan. Smá þögn. Ég hugsa "vá!", segi "uhu?" Konan heldur áfram og segist hringja frá einhverju alþjóðlegu fjárfestingarfyrirtæki, sem skilar að meðaltali svo og svo margra prósenta arði á ári og ég veit ekki hvað. Hvort hún mætti ekki biðja félaga sinn að senda mér nánari upplýsingar um það sem þau væru að bjóða? Ég hugsa "vá!", segi "uh... no thanks." Við kveðjumst.

Er símasölumennska núna orðin að alþjóðlegri starfssemi - er þetta þessi alþjóðavæðing sem allir eru að tala um?

Hví ég??

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 04:25: Má ekki lána rafræn hugverk? 

  • Dan Bricklin: Book sharing:

    "if students are being sued for sharing their record collections within their dorms, why isn't it a problem that they share textbooks while studying?"
    "...copyright holders are trying to put absolute legal and technical restrictions that don't have physical counterparts on media without showing how it all fits into a rich ecosystem that helps advance the arts and sciences."
  • Einnig gott eftir Dan Bricklin: How will the artists get paid?

    "Something that bothers me about the talk about Digital Rights Management (DRM), both technical and legislative, is the whole disregard for the ecosystem needed for widespread advancement of the arts."

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 03:52: Getur verið að EMI sé að "fatta" netið? 

Frétt á BBC: EMI backs digital downloads

"Faced with sliding music sales, EMI has ditched efforts to stamp out online distribution altogether in favour of more liberal licencing arrangements. "

Hljómar eiginlega of vel til að maður trúi því. Ég vona bara...:

  • að EMI verðleggi tónlistina á sanngjarnan hátt. Það vill enginn borga 2000 kr fyrir 12 hljóðskrár með misgóðum lögum.
  • að EMI dreifi tónlistinni á opnu formi sem hægt er að spila á öllum tölvum - ekki bara Windows eða MacOS tölvum. (MP3 eða Ogg form væri best)
  • að hljómgæði skránna sem maður borgar fyrir sé a.m.k. jafn góð og hljómgæðin á geisladiski.
  • að EMI ákveði að líta ekki á frjálsa dreifingu sem þjófnað heldur aukna markaðshlutdeild.

Í öðrum fréttum er að svín ætla víst að hefja sig til flugs í næstu viku.

Svör frá lesendum (3) | Varanleg slóð

Kl. 02:00: Írak: 51 ríki Bandaríkjanna? 

...bara spyr. Hér eru tvær góðar síður sem ég stal frá Svavari:

  • Pawel Bartoszek skrifar um sjónvarpsstöðina Fox News og stríðsrekstur Bandaríkjamanna

    "Náðu andbandarísk mótmæli í Bagdad að fanga athygli fréttamannana? Höfðu þeir áhuga á lyfjaskorti á sjúkrahúsum í Bagdad? Vatnsskorti í Basra? Eða því hvort tækist að byggja upp lýðræði í landinu með jákvæðum afleiðingum fyrir öll Mið-Austurlönd? Nei. Írak tilheyrir nefnilega fortíðinni. Framtíðin er Sýrland."
  • The Onion: New Fox Reality Show to Determine Ruler of Iraq.

    "Fox executives Monday unveiled their latest reality-TV venture, Appointed By America, a new series in which contestants vie for the top spot in Iraq's post-war government."
    "...Viewers can participate by casting phone-in votes, although Darnell noted that voting is restricted to calls originating from within the continental U.S."

Onion greinin er svo "sönn" að maður verður bara sorgmæddur.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 00:37: Móðgun, valdhroki, örvænting og niðurlæging? 

Hulda Þórisdóttir skrifaði um daginn á Tíkina greinina Aumingja við! Í greininni gagnrýnir Hulda "Áfram stelpur!" auglýsingu Samfylkingarinnar. Hulda segir auglýsinguna vera "allt í senn: Móðgun, valdhroka, örvæntingu og niðurlægingu".

Ég hef áður lýst skoðun minni á grein Huldu, en datt í hug að birta, því til viðbótar, skýrt og skorinort mótsvar sem Matthildur Helgadóttir sendi á póstlista Femínistafélagsins. Með leyfi Matthildar:

Ef eitthvað er móðgun við konur, þá er það sú staðreynd að engin okkar hefur enn verið nógu "hæf" til að gegna valdamesta embætti þjóðarinnar.

Ef eitthvað er valdhroki, þá er það viðnám ríkjandi valdhafa, bæði karla og kvenna, við breytingum í jafnréttisátt.

Ef eitthvað er örvænting, þá er það málatilbúningur fólks sem heldur því fram að feministar vilji í raun ekki jafnrétti heldur einhverskonar ofrétti kvenna.

Ef eitthvað er niðurlæging, þá er það að horfa upp á og hlusta á fólk réttlæta misréttið þannig við konur höfum ekki eins mikil völd því við höfum greinilega ekki haft áhuga á völdum og þær sem áhuga hafa hafi ekki verið nógu "hæfar".

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í apríl 2003

apríl 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
    1. 2. 3. 4. 5.
6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
13. 14. 15. 16. 17. 18. 19.
20. 21. 22. 23. 24. 25. 26.
27. 28. 29. 30.      

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)