Ritskoðun?
Ég er núna í þeirri stöðu að ég gæti þurft að ritskoða mig all verulega. Ég vinn sem sjálfstæður verktaki fyrir hina og þessa viðskiptavini, og það er staðreynd að sum fyrirtæki (kúnnar/samstarfsaðilar/etc./etc.) sjá það sem vandamál að ég viðri mínar persónulegu skoðanir á lífinu og tilverunni á opinni vefsíðu. Ég hef enn ekki lent í neinum árekstrum út af því sem ég hef tjáð mig um hérna, en ég sé fram á að það geti með þessu áframhaldi hæglega gerst í framtíðinni. Hvernig á ég að bregðast við því?
Á ég að hætta í tölvubransanum og fá mér launavinnu við eitthvað "low profile" eins og að smíða loftræstikerfi til þess að geta tjáð sig algjörlega óheft? Á ég aldrei að tjá mig um núverandi og fyrrverandi kúnna/samstarfsaðila nema ef ég tala fallega um þá? Ef ég tjái mig ekki um fyrirtæki A, er ég þá ekki hræsnari ef ég held árfam að segja skoðanir mínar á fyrirtækjum B og C sem eru í samkeppni við A? Á ég að loka dagbókinni eða einskorða skrif mín við erlendar bíómyndir, son minn og kettina mína tvo? Á ég að setja mér skýru reglu að láta aldrei uppi opinberlega hvaða verkefnum ég hef unnið að og með hverjum ég vinn - ekkert CV, enginn verkefnalisti?
Hvar dregur maður grensuna í svona málum? ...eða á ég bara að hætta þessu alveg?
Viðbót: Í svörunum bætti ég við nánari skýringu á því sem ég er að meina.
Nýleg svör frá lesendum