Færslur Þriðjudaginn 22. apríl 2003

Kl. 13:31: Ritskoðun? 

Ég er núna í þeirri stöðu að ég gæti þurft að ritskoða mig all verulega. Ég vinn sem sjálfstæður verktaki fyrir hina og þessa viðskiptavini, og það er staðreynd að sum fyrirtæki (kúnnar/samstarfsaðilar/etc./etc.) sjá það sem vandamál að ég viðri mínar persónulegu skoðanir á lífinu og tilverunni á opinni vefsíðu. Ég hef enn ekki lent í neinum árekstrum út af því sem ég hef tjáð mig um hérna, en ég sé fram á að það geti með þessu áframhaldi hæglega gerst í framtíðinni. Hvernig á ég að bregðast við því?

Á ég að hætta í tölvubransanum og fá mér launavinnu við eitthvað "low profile" eins og að smíða loftræstikerfi til þess að geta tjáð sig algjörlega óheft? Á ég aldrei að tjá mig um núverandi og fyrrverandi kúnna/samstarfsaðila nema ef ég tala fallega um þá? Ef ég tjái mig ekki um fyrirtæki A, er ég þá ekki hræsnari ef ég held árfam að segja skoðanir mínar á fyrirtækjum B og C sem eru í samkeppni við A? Á ég að loka dagbókinni eða einskorða skrif mín við erlendar bíómyndir, son minn og kettina mína tvo? Á ég að setja mér skýru reglu að láta aldrei uppi opinberlega hvaða verkefnum ég hef unnið að og með hverjum ég vinn - ekkert CV, enginn verkefnalisti?

Hvar dregur maður grensuna í svona málum? ...eða á ég bara að hætta þessu alveg?

Viðbót: Í svörunum bætti ég við nánari skýringu á því sem ég er að meina.

Svör frá lesendum (22) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í apríl 2003

apríl 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
    1. 2. 3. 4. 5.
6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
13. 14. 15. 16. 17. 18. 19.
20. 21. 22. 23. 24. 25. 26.
27. 28. 29. 30.      

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)