Síðan mín er öll orðin XHTML 1.0 samhæfð. Sjálfgefnu HTML síðurnar sem koma með Movable Type eru líka XHTML 1.0, þannig að einhverjum kann kannski að finnast þetta ómerkileg tíðindi, en ef þið skoðið kóðann á síðunni minni þá stendur ekki steinn yfir steini af upprunalega kóðanum. Í breytingaferlinu hef ég lært eftirfarandi:
...
Lesa meira
Svör frá lesendum (4)
Kl. 14:06: Framfarir á síðunni - XHTML
Í gær bætti ég við nýjum, sætum myndatökkum neðst á allar síður (og á forsíðunni). Með því að smella á W3C takkana í fætinum má sannreyna að HTML og CSS kóðinn á síðunni er kórrétt skrifaður.
Þá má nefna að ég ákvað að skrifa kóðann á síðunum samkvæmt XHTML 1.0 staðlinum, því það virðist vera eina leiðin til að tryggja að síðurnar virki á þráðlausum tækjum sem nota WAP2.0 staðalinn til að skoða vefi.
Ástæðan fyrir því að ég fer í XHTML útgáfu 1.0 en ekki 1.1, er sú að kórréttar 1.1 síður virka ekki í eldri vöfrum (t.d. eru vísanir á name=""
innan síðu ekki leyfðar í XHTML 1.1) og býr til á tómt vesen með MIME-týpur og birtingu síðna í eldri vöfrum ("text/html" er ekki lengur leyfð týpa). XHTML 2.0 býr til enn fleiri og stærri vandamál. XHTML 1.0 er eina praktíska útgáfan.
Til að síðan mín sé bæði kórrétt XHTML 1.0 og virki í öllum gömlum vöfrum þá þurfti ég að hafa eftirfarandi í huga:
- Setja auka
<a name="foo"></a>
fyrir gömlu vafrana, þótt ég noti annars id="foo"
til að marka fyrir vísunum innan síðna (<a href="#foo">Foo</a>
)
- setja bæði
xml:lang="is"
og lang="is"
í <html>
markið.
- ...og ýmislegt fleira smálegt sem kemur fram í kaflanum um afturvirkni í XHTML 1.0 staðlinum.
Svör frá lesendum (2) |
Varanleg slóð
Kl. 13:20: TAL breytist í Og hvað?
Frétt dagsins er að TAL Og Íslandssími hafa sameinast undir nafninu Og Vodafone.
Mér er slétt sama hvað allir markaðsspekúlantar segja, ég er (var?) ánægður gsm viðskiptavinur TALs til margra ára en núna sit ég allt í einu uppi með eitthvað "Og" konsept sem er algjörlega óþekkt stærð í mínum huga.
TAL var gott farsímafyrirtæki Og mér fannst ég geta treyst þeim, en Íslandssími hafði aldrei eins gott orðspor í farsímageiranum. Hvort fyrirtækið er ég núna að skipta við? Hverju get ég treyst?
Það er ekki nóg með að verið sé að hella gömlu víni á nýja belgi, heldur er verið að hella tveimur misfínum tegundum af víni saman í einn nýjan belg af þriðju tegundinni. Ég er svo einfaldur neytandi að ég skil ekki svona sjónhverfingar. Vil bara stabíla, góða þjónustu sem ég get treyst Og ekkert kjaftæði.
Viðbót: Baggalútur segir allt sem segja þarf.
Svör frá lesendum (3) |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum