Rafrćnn höfundarréttur

Skrifađ 11. apríl 2003, kl. 00:33

Hugleiđing um hugmyndagrunn og eđli höfundaréttar í mismunandi útgáfumiđlum sem stingur m.a. upp á ţví ađ í höfundarrétti felist ekki endirlega rétturinn til ađ banna almenningi ađ afrita tónlist af netinu.

[Útgefiđ međ fyrirvara um smávćgilegar breytingar og leiđréttingar nćsta sólarhring eđa svo.]

Hver er tilgangurinn međ höfundarrétti? Upprunalega a.m.k. var tilgangurinn ekki ađ skilgreina hugverkiđ sem "efniskennda", "náttúrulega" eign höfundarins, heldur ađ tryggja honum ákveđin félagslega og efnahagsleg réttindi.

Íslenska hugtakiđ höfundarréttur ber ţennan upprunalega tilgang međ sér og er ađ ţví leyti meira lýsandi en enska hugtakiđ "copyright", sem gćti útlagst sem "fjölföldunarréttur" á íslensku.

Bókstafleg merking enska hugtaksins "copyright" skyggir dálítiđ á hugmyndina um markmiđiđ ađ tryggja höfundum ákveđinn réttindi. Hins vegar er enska hugtakiđ líka gagnleg á sinn hátt ţví ţađ undirskrikar ţá stađreynd ađ eignarrétturinn höfundarins náđi upprunalega aldrei til hugmyndarinnar sjálfrar (hugverk eru í raun bara hugmyndir) heldur einungis til framleiddra eintaka af hugverkinu. Eignarrétturinn takmarkađis í raun viđ efniskennda hluti, en höfundurinn mátti í takmarkađan tíma ráđa hversu mörg eintök mátti framleiđa.

Ţessi hugsun gekk ágćtlega upp fyrstu nokkur hundruđ árin sem höfundarréttur gilti, eđa allt ţar til ljósvakamiđlunin kom fram á sjónarsviđiđ. Ljósvakinn gróf undan eintakshugtakinu ţví ţađ er ekki hćgt ađ tala um eintök af útvarpsútsendingu. Ţađ er nefnilega í eđli útsendingarinnar ađ ţađ er hćgt ađ hlusta á hana í óteljandi útvarpstćkjum í einu.

Ţađ má ţví segja ađ hugmyndin um eintök af hugverki hryji ţegar hún kemst í tćri viđ ljósvakann. Í stađ ţess ađ tala um sölulaun fyrir svo og svo mörg eintök hugverks, ţá tölum viđ um stefgjöld.

Ţađ er annađ sem breyttist međ tilkomu ljósvakamiđlanna. Annađ hvort heimilar höfundurinn útsendingu á hugverkinu sínu eđa ekki, og greiđslan sem hann fćr er í hlutfalli viđ ţađ hversu margir ákveđa ađ taka á móti útsendingunni. Breytingin felst í ţví ađ skyndilega er ţađ móttakandinn sem rćđur ţví hvort hann býr til "sýndareintak" af hugverkinu međ ţví ađ taka á moti ţví. Höfundurinn fćr ekki ađ ráđa hvort ég kveiki á viđtćkinu eđa ekki á međan útsendingu stendur.

Nú víkur sögunni ađ rafrćnu miđluninni, sér í lagi netinu, en fćstir virđast átta sig á ţví ađ ţađ sama gildir um tölvurnar á internetinu, og útsendingar á ljósvakanum - ţ.e. ađ hugmyndin um eintakiđ virkar ekki.

Ţađ er nefnilega í eđli tölvutćkninnar ađ afrita, fjölrita og endurtaka. Í hvert skipti sem skrá er send yfir netiđ ţá verđur til fullkomiđ afrit af skránni á hverju einasta skrefi leiđarinnar. Á sama hátt ţegar ég birti innihald skrárinnar á tölvuskjánum hjá mér ţá verđa til fjölmörg fullkomin afrit af skránni á ýmsum stöđum inn í tölvunni minni.

Öll tölvutćknin byggir á ţví ađ búa til fullkomin afrit af öllu. Afritunin er sjálfvirk og ókeypis og algjörlega eđlileg. Hún *er* eđli tölvunnar.

Ţađ segir sig nćstum sjálft ađ viđ ađstćđur ţar sem hćgt er ađ búa til endanlausan fjölda fullkominna afrita af hverju sem er, og afritin verđa til á ađeins brota-broti úr sekúndu og geta horfiđ á nćsta augnabliki, ţá er augljóst ađ orđsiđ "eintak" hefur ansi óljósa merkingu og er í raun orđiđ merkingarlaust - líkt og á öldum ljósvakans.

Ţađ má ţví spurja sig hvort ţađ sé ekki svolítiđ skrýtiđ ţegar menn setja strangar hömlur á afritun hugverka á netinu - ţegar ég telst vera ađ "stela" ţegar ég sćki tónlist af netinu og vista hana á tölvunni minni.

Máliđ er ađ spurningin ćtti ekki ađ vera "hvernig stjórnum (eđa hömlum) viđ *afritun* á netinu?" heldur vćri nćr ađ spyrja "í hverju felst raunverulegur réttur höfunda og hvernig er auđveldast ađ tryggja hann?"

Ef mađur hefur í huga ţennan augljósa skyldleika rafrćnnar, netvćddrar miđlunar viđ ljósvakafjölmiđlunar ţá vaknar sjálfkrafa sú spurning hvort ekki sé hćgt ađ finna sanngjarna og áhrifaríka lausn á höfundarréttinum, sem ekki bara heimilar afritun heldur beinlínis hvetur til hennar.

Ţađ er nefnilega orđiđ löngu tímabćrt ađ viđ sem samfélag setjumst niđur ogskođum vandlega í hverju okkur finnst réttur höfunda eigi ađ raunverulega ađ felast.

Á ţađ ađ vera lögverndađur réttur höfundar ađ hafa fullkomna stjórn á ţví hver fćr ađ sjá og upplifa hugverkiđ? Eđa takmarkast réttur höfundarins viđ ađ fá skýlausa viđurkenningu og sanngjarna umbun fyrir sína vinnu í einhverju eđlilegu hlutfalli viđ ţađ hversu vel mottakendum líkar viđ hugverkiđ og hversu mikils virđi ţađ er ţeim?

Ţessar tvćr skilgreiningar á rétti höfunda leiđa af sér gerólíkar nálganir á höfundarréttarlöggjöf fyrir hugverk á rafrćnu formi á netinu.

Sú fyrri beinir okkur áfram eftir ţeirri braut sem viđ erum á í dag ţar sem stórir eigendur hugverka leita leiđa međ ađstođ ríkisvaldsins til ađ lćsa hugverk sín inni og byggja stór og flókn kerfi til ţess ađ takmarka og stjórna ađgengi ađ hugverkunum og setja strangar tćknilegar hömlur á möguleika móttakandans til ađ njóta hugverksins eđa nýta ţađ.

Hin leiđin kallar hins vegar á mun opnari og óhindrađri miđlun hugverkanna ţar sem eigendur hugverka keppast um ađ vekja á sér athygli og ná til sem flestra móttakenda og njóta svo ađstođar ríkisvaldsins viđ ađ innheimta einhvers konar stefgjöld og/eđa frjálsar greiđslur í hlutfalli viđ útbreiđslu og vinsćldir hugverkanna.

Svo er líka hćgt ađ sjá fyrir sér heim ţar sem báđar leiđirnar eru farnar og eigendur hugverka geta valiđ hvora leiđina ţeir fara og njóta ţá mismunandi höfundarréttarverndar frá löggjafanum eftir ţví hvora leiđina ţeir velja fyrir sin hugverk.

Líklegt má teljast ađ sú leiđ ađ takmarka ađgengi móttakenda ađ hugverkum međ tćknilegum ađgangsstýringarkerfum reynist einungis hagkvćm í ţeim tilfellum ţegar hugverkiđ er mjög einstakt, dýrt og stórt, en í ţegar um smćrri og ódýrari hugverk er ađ rćđa (t.d. tónlist) ţá svari ţađ hreinlega ekki kostnađi ađ fara ţá leiđ (beint og óbeint), og opna, frjálsa "stefgjaldaleiđin" valin í stađinn.

Í raun erum byrjuđ ađ feta ţessa blönduđu leiđ í dag. Stóru fyrirtćkin eru komin langt á leiđ međ ađ búa til "örugg" útgáfukerfi og stafrćnar ađgangslćsingar. Ţađ sem okkur vantar er bara hinn valkosturinn - tćknilegt og lagalegt höfundarréttarumhverfi ţar sem ţeim sem kjósa ađ "útvarpa" sínum stafrćnu hugverkum yfir heiminn er tryggđ sanngjörn umbun fyrir vikiđ.


Meira ţessu líkt: Höfundaréttur.


Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

Nýleg svör frá lesendum

 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
 • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
 • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
 • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)