MT sem einfalt vefviðhaldskerfi

Skrifað 3. apríl 2003, kl. 09:09

Í nótt er ég búinn að vera að HTMLa vefsvæði fyrir lítil samtök og setja hann upp í Movable Type kerfinu. Mér sýnist MT geta alveg fúnkerað sem einfalt og hræódýrt vefviðhaldskerfi fyrir vefi sem þó eru ekki bara "blogg". Fítusarnir sem verða á vefnum:

  • Fréttalisti og stakar fréttir á síðu
  • Ályktanir/Fréttatilkynningar
  • Smáauglýsingar
  • Einhvers konar "spjallþræðir".
  • Almennar upplýsingasíður um samtökin

Þetta kallar á smá útsjónarsemi í template vinnslunni, en virðist alveg leysanlegt. Núna sofa smá.


Meira þessu líkt: Movable Type.


Svör frá lesendum (10)

  1. Einar Örn svarar:

    Þennan vef http://www.egils.is gerði ég eingöngu í MT. Allar síðurnar eru í því kerfi.

    Til dæmis þá er listinn yfir starfsfólkið unninn sem sér mt blogg, þar sem hver starfsmaður er einn entry, sem er flokkaður niður í categoríu eftir deildum. Svo nota ég related entries til að lista aðra starfsmenn í sömu deild.

    MT býður uppá endalaust möguleika en það verður mjög spennandi að sjá hvað MT Pro býður uppá. Og fyrir MT corporate leyfi borgaði ég einhverja 120 dollara.

    3. apríl 2003 kl. 10:09 GMT | #

  2. Már Örlygsson svarar:

    Ég er forvitinn, hvernig útfærðir þú dæmigerðar upplýsingasíður (Um Eglis, Starfsfólk etc.)?

    3. apríl 2003 kl. 12:52 GMT | #

  3. Salvör svarar:

    Hentar þetta ef til vill fyrir samtök eins og femínistafélagið?

    ég hef verið að skoða umræðukerfi eins og phpbb en finnst það dáldið lokað umhverfi

    Annars er það samt sniðugt,ókeypis open source hugbúnaður, er á íslensku, sjá hjá Öreind http://www.oreind.is/spjall/index.php

    3. apríl 2003 kl. 13:22 GMT | #

  4. bio svarar:

    Mjög áhugaverðar umræður. Ég er væntanlega í mjög svipuðum pælingum og Mási þessa dagana. Kannski maður leyti í smiðju mér fróarði MT manna eins og Mása og EOE þegar líða tekur á mánuðinn.

    Verið varir um ykkur.

    kv bió

    3. apríl 2003 kl. 14:40 GMT | #

  5. Már Örlygsson svarar:

    Salvör, ég held að fyrir Femínistafélagið þá dugi ekkert minna en alvöru þungaviktar spjallþráðakerfi eins og phpbb.

    Sú "spjallþráðavirkni" sem ég hef í huga að útfæra í MovableType mun fyrst og fremst duga fyrir þarfir lítils vefs fremur fámennra samtaka. Í því tilfelli skiptir mestu að lausnin sé ódýr og fljótleg í uppsetningu (ég er hvort eð er að fokkast í MT) og þátttakendur þurfi ekki að skrá sig til að geta tekið þátt í umræðum sem verða líkast til fremur stopular hvort eð er.

    3. apríl 2003 kl. 15:43 GMT | #

  6. Einar Örn svarar:

    Upplýsingasíðurnar eru bara venjulegar template síður.

    Vefurinn er í grunninum byggður upp með php, það er ég nota php includes. Þannig að til dæmis drop-down menuið er update-að með nýjustu fréttafyrirsögnunum. Ég geri það með því að búa til template, sem ég skýri menu.dat og uppfæri það með fyrirsögnunum og læt svo allar aðrar síður lesa .dat skrána í gegnum php include.

    Síðan er tvö aðskilin MT blogg. Eitt er notað undir fréttir, þar sem hver frétt er sér entry og hins vegar þá er annað undir starfsfólk. Þar er hver starfsmaðu sér entry einsog ég skrifaði um áðan.

    Allar static síðurnar eru bara sér index template í MT. Ég skýri bara output skrána til dæmis kvartanir/index.php og þá fer það í rétta möppu.

    Annars verð ég að lýsa ánægju minni yfir því að BÍÓ sé í blogghugleiðingum. Ég bíð spenntur.

    3. apríl 2003 kl. 18:49 GMT | #

  7. bio svarar:

    Ég verð að lýsa því yfir, og kannski svekkja einn eða tvo, að BIÓ er ekki í blogghugleiðingum.

    Ég er einfaldlega, eins og Már, að vinna að gerð vefs fyrir lítið félag - ekkert flóknara.

    hehe.

    kv bió

    3. apríl 2003 kl. 21:42 GMT | #

  8. Már Örlygsson svarar:

    Takk fyrir upplýsingarnar Einar.

    Ég sé sjálfur tvær leiðir til að leysa þetta með statísku upplýsingasíðurnar. Annars vegar leiðina sem þú lýsir, að hafa heilt "index template" fyrir hverja síðu, og hins vegar það að nota "categories" virknina í MT.

    Sú aðferð byggist á því að búa til flokk (category) fyrir hverja textasíðu og peista contentinu á henni inn í "description" reitinn fyrir flokkinn, en passa sig á að tengja engar færslur við hann. Með því móti má...

    • Nota <MTCategories> skipunina til að lúppa yfir flokkalistann og skrifa sjálfkrafa út leiðarkerfisvalmynd
    • Það þarf aðeins að viðhalda einu sniðmáti fyrir allar upplýsingasíðurnar
    • Kúnninn (sá sem ætlar að sjá um ritstjórn vefsins) getur framkvæmt breytingar á textunum án þess að þurfa að hafa template-umsjónarréttindi.

    Í augnablikinu sýnist mér að seinni aðferðin hafi þægilega marga kosti fram yfir þá fyrri. Það kemur væntanlega í ljós þegar ég byrja að útfæra þetta...?

    4. apríl 2003 kl. 03:41 GMT | #

  9. Einar Örn svarar:

    Já, þetta með categories er vissulega ágætis hugmynd.

    Það er þó ýmislegt, sem þarf að hugsa um:

    • Ætlarðu að hafa allt HTML-ið inní Entry boxinu, eða ætlarðu að smíða eitthvað template utanum það og láta entry bara vera texta?
    • Ef þú ætlar að sníða eitthvað HTML template utanum textann þá er spurning hvor allur textinn, sem er ekki eins á öllum síðum þurfi að vera á sama stað. Til dæmis á static síðunum á egils.is er vinstri dálkur, þar sem er texti og svo aftur miðdálkurinn.
    • Ef það er svoleiðis, þá þarf annaðhvort að hafa fullt af HTML i inní Aðal entry boxinu (HTML-ið myndi til dæmis loka vinstri dálknum, opna miðjudálkinn og svo framvegis). Eða að þá væri hægt að nota til dæmis excerpt gluggann fyrir vinstri dálkinn og main entry fyrir mið. En þetta dugar bara fyrir þrjá mismunandi staði (main, extended og excerpt).
    • En þetta leysist væntanlega þegar nýja útgáfan PRO kemur, því þá verður hægt að búa til miklu fleiri edit glugga.

    4. apríl 2003 kl. 13:18 GMT | #

  10. Már Örlygsson svarar:

    Einar, ámm það vill svo heppilega til að upplýsingasíðurnar sem ég er að fara að gera eru mjög einfaldar og bara með efni sem uppfærist í meginmálinu en ekki hliðardálkum á síðunni.

    Svo eru fleiri leiðir mögulegar til að uppfæra texta á upplýsingasíðum án þess að hleypa ritstjóranum í sjálf template skjölin. Meira um það seinna.

    Takk Einar.

    4. apríl 2003 kl. 23:00 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)