Heimskulegasta aprílgabb í heimi

Skrifað 2. apríl 2003, kl. 00:59

Fyrirgefið hvað ég er með lélegan húmor. Síðurnar mínar eru aftur komnar úr felum og ég lofa að þetta hendir ekki aftur. Vondi Már, vondi Már.

Hins vegar var það eiginlega þess virði að gera þetta grín því mér tókst allavega að plata einn mann - Tóró vin minn. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að Tóró var hugmyndasmiðurinn á bak við þetta heimskulega aprílgabb. Það var því alveg bráðskemmtilegt "tvist" þegar mér tókst að plata hann fyrstan og e.t.v. einan manna.

Mér finnst í lagi að hlægja að eigin húmor stundum.

P.S. Takk fyrir hjálpina Bjarni.


Meira þessu líkt: Um þessa síðu.


Svör frá lesendum (7)

  1. JBJ svarar:

    Ég var með það 99% á tæru að þetta væri málið :)

    2. apríl 2003 kl. 01:18 GMT | #

  2. Zato svarar:

    Æ, ég missti af þessu. Hefði örugglega fallið fyrir því ;)

    2. apríl 2003 kl. 08:14 GMT | #

  3. Svansson.net svarar:

    Mér datt í hug þetta væri aprílgabb, þykist samt ekki vera viss en man ég ákvað að segja ekki neitt afgerandi, til að vera viss;)

    2. apríl 2003 kl. 08:44 GMT | #

  4. Freyr the April's fool svarar:

    Þetta var eina aprílgabbið sem ég féll fyrir og átt þú hrós fyrir að takast það Már. Þetta var mjög sannfærandi og eitthvað svona týpískt sem hver sem er gæti lent í.

    2. apríl 2003 kl. 08:46 GMT | #

  5. Tóró svarar:

    Tóró vitnar:

    Í gær las ég klausu á mbl.is um aprílgabb í Stokkhólmi, litla heilabúið fór af stað og ég sendi eftirfarandi tillögu á Má:

    " Sting upp á gabbi: * í stússinu með VeriSign og Register misstirðu réttinn á anomy.net * einhvern vegin ert þú ekki lengur rétthafi, heldur er einhver vondur fjöldaspammari búinn að stela léninu * er svo nýskeð að Whois grunnurinn er ekki búinn að uppfæra breytinguna * ástæðan fyrir að greinin sést er sú að DNS uppfærslurnar hafa ekki skilað sér, þetta anomy.net gæti því horfið eftir nokkrar klukkustundir eða mínútur. Hefur þegar dottið út hjá sumum íslenskum notendum og síða vonda spammarans birtist þá í staðinn * þú ert á fullu í símanum að reyna að redda málum, en ef allt um þrýtur viltu þakka öllum fyrir að hafa lesið anomy og munt reyna að koma tilkynningum um nýtt lén á framfæri um leið og hægt er "

    Ég fékk ekkert svar frá Má, en kíkti á síðuna hans nokkrum mínútum síðar til að sjá hvort hann hefði sett spaugið inn sem dagbókarfærslu. Viti menn, ég fæ þá síðu fjöldaspammara í augað!

    Már var miklu fljótari að bregðast við heldur en mér datt í hug að hann gæti og hann lék hlutverkið af stakri snilld: Datt inn og út af MSN, póstur til hans kom til baka með spammi um ókeypis hýsingu og hann þóttist koma af fjöllum þegar ég lox náði honum á MSN.

    Ég vissi orðið ekkert í minn haus. Kolféll. Á eigin bragði. Hló að þessu langt fram eftir kvöldi.

    2. apríl 2003 kl. 09:27 GMT | #

  6. bio svarar:

    Ég féll fyrir þessu - en ekki á jafn dramatískan hátt og Tóró þó.

    2. apríl 2003 kl. 10:54 GMT | #

  7. Dagbók Kristjáns og Stellu: Frosinn er frosklaus maður

    "Þetta eru nú meiri glæpamennirnir í lénsbransanum. Um helgina hætti lénið froskur.net að virka þótt ég sé búinn að borga..." Lesa meira

    8. apríl 2003 kl. 15:11 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)