Domainnöfn dauðans
fleirikonuristjornmal.is - eða réttara sagt vidviljumekkifafolkavefinn.is - Hvað er málið með svona geðveik lénsnöfn?
Annað álíka bilað: hidgullnajafnvaegi.is - en þau höfðu þó vit á að kaupa líka lénið hgj.is :-)
fleirikonuristjornmal.is - eða réttara sagt vidviljumekkifafolkavefinn.is - Hvað er málið með svona geðveik lénsnöfn?
Annað álíka bilað: hidgullnajafnvaegi.is - en þau höfðu þó vit á að kaupa líka lénið hgj.is :-)
Bjarni er femínisti á svipuðum forsendum og ég. Eins og hann þá hef ég hingað til átt dáldið erfitt með að samsama mér með þeim sjónarmiðum sem hafa verið hvað háværust í íslenska femínistaheiminum (t.d. hér og hér). Sömuleiðis er leiðinlegt að vera alltaf eins og krækiber í helvíti þegar maður opnar munninn um eitthvað á Femínistapóstlistanum af því maður er ekki af "réttu" kyni. Vissir karlfordómar virðast vera djúpt greyptir inn í femínistakúltúrinn, en ég held að það sé að lagast og við Bjarni (og fleiri "ungir karlar") þrjóskumst við að taka þátt í umræðunni, af því við trúum því að jafnrétti sé mikilvægt.
Femínistinn Siggi Pönk skrifar í dag frábæran pistil um samspil ótta og vanlíðunar og ofbeldis. Eins og Bjarni bendir á þá er það einmitt þessi ótti og vanlíðan það sem drífur áfram ofbeldi (karla á konum t.d.). Góður femínismi ætti því að huga að jafnréttisstöðu (og vellíðan) karla jafnt sem kvenna því virðing og jafnrétti kvenna og karla hlýtur að byggjast að stórum hluta á sameiginlegri vellíðan okkar allra.
Svo fannst mér athyglivert að heyra í fréttunum um daginn, að nýlegar rannsóknir á meðalaldri kynjanna á íslandi (og norður-/vesturlöndum almennt) sýndu að meðalaldur karla hefur verið að hækka mun hraðar en meðalaldur kvenna. Þetta þykir benda víst til þess að líffræðileg ævilengd kynjanna sé jafnari en áður var talið. Mér dettur í hug að auknar heilbrigðis- og öryggiskröfur í dæmigerðum karla starfsgreinum, og aukin atvinnuþátttaka kvenna séu hluti af ástæðunum. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér hvort styttri meðalævi karla sé ekki dæmi um mismun á félagsaðstæðum kynjanna, og þannig eitthvað sem mætti skoða í femínísku/jafnréttis samhengi? Það er jú staðreynd að það eru ákveðinn félagslegur þrýstingur á karla til að vinna gróf og hættuleg störf, og taka óþarfa áhættur í tíma og ótíma.
Staða karla inn á heimilunum er líka atriði sem er sjaldan skoðað, en getur skipt mjög miklu máli í umræðunni um stöðu kvenna í pólitískum valdastöðum og á vinnumarkaðnum.
Mér lýst almennt þrusuvel á stefnuskrá Femínistafélagsins, þó mér finnist ákveðin atriði í lið tvö ("Að vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar, lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi. "
) bera dálítinn keim af "annarar kynslóðar" femínisma. Umræður síðustu daga á Femínistapóstlistanum, um klámvæðingu og "lítilsvirðandi auglýsingar", hafa nefnilega berlega sýnt fram á hvað það getur verið þunn lína milli hlutlægrar gagnrýni og pjúrítanískra nornaveiða.
Í aðra höndina er í gangi það sem mér finnast vera skynsamleg gagnrýni, eins og t.d. tilmælin til Flugleiða, en á sama tíma virðist sumar raddirnar drifnar áfram af þeim sjónarmiðum að allar birtingarmyndir kynlífs og frygðar (sérstaklega ef konur eiga í hlut) séu á einhvern hátt and-femínískar og vondar. Ég er ekki tilbúinn að skrifa undir slíka einföldun, en skrifaði glaður undir tilmælin til Flugleiða.
Salvör bendir í dag á greinina Engendering Change: What's Up with Third Wave Feminism?. Ég held að þetta sé næst því að vera sá femínismi sem ég aðhyllist.
Ég bendi aftur á grein Unnar um skort nútímakvenna (og femínista) á kynferðislegu frelsi og hvernig það er þeirra sjálfsskaparvíti. Unnur er greinilega þriðju kynslóðar femínisti.
Ég vildi óska að ég hefði komist á fund Femínistafélagsins í gærkvöldi. En ég er mjög glaður að heyra að stemmningin hafi verið jákvæð og uppbyggileg. Því varð þó ekki við komið því ég hafði mikilvægari hnöppum að hneppa sem faðir lítils gubbandi stráks með 38,5°C hita. Hefði hann ekki verið veikur, þá hefði ég tekið hann með mér á fundinn.
Garpur fékk 8 mánaða lifrarbólgusprautu á mánudaginn og er með mun verri aukaverkanir en af fyrri sprautum. Ég er úldinn eftir erilsama nótt í foreldrahlutverkinu.
Nú er bara að skrifa bréf og útskýra af hverju mér miðaði ekki áfram sem skyldi í tveimur verkefnum sem ég ætlaði að vinna í í gærkvöldi og í nótt. Geisp.
Fyrirgefið hvað ég er með lélegan húmor. Síðurnar mínar eru aftur komnar úr felum og ég lofa að þetta hendir ekki aftur. Vondi Már, vondi Már.
Hins vegar var það eiginlega þess virði að gera þetta grín því mér tókst allavega að plata einn mann - Tóró vin minn. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að Tóró var hugmyndasmiðurinn á bak við þetta heimskulega aprílgabb. Það var því alveg bráðskemmtilegt "tvist" þegar mér tókst að plata hann fyrstan og e.t.v. einan manna.
Mér finnst í lagi að hlægja að eigin húmor stundum.
P.S. Takk fyrir hjálpina Bjarni.
(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)
Nýleg svör frá lesendum