Svar við ágengum símasölumönnum
Keli nörd skoðar leiðir til að kljást við ágenga símasölumenn sem virða hvorki fjarsölubannlista Hagstofunnar né símfyrirtækjanna. Áhugaverðar upplýsingar um réttarstöðu almennings á Íslandi.
Ef allt annað klikkar þá má kannski benda Kela á þetta sem mögulegar lausnir:
- EGBG anti-telemarketing counterscript
- JUNKBUSTERS Anti-Telemarketing Script (minna skemmtilegt en hitt)
- ...eða eins og ég gerði um daginn, að hræða sölumanninn með ógeðslega glaðlegum og vinalegum skipunum. :-)
Meira þessu líkt: Viðskipti.
Svör frá lesendum (16)
pallih svarar:
Langsótt - en tengt:
http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=825&gerd=Frettir&arg=4
28. mars 2003 kl. 15:22 GMT | #
Jósi svarar:
Það er hægt að lesa um þetta frá sjónarhóli símasölumanneskju hérna:
http://snaeugla.tripod.com/blogg.html
Því miður virkar ekki að linka á stakar færslur þar, leitið bara að færslunni sem byrjar á "Varðandi bannlista símaskrár". Það er mjög fróðlegt að vita að síminn gefur ekki upp bannlista sína, sem gerir þá frekar gagnslausa.
28. mars 2003 kl. 19:13 GMT | #
Zato svarar:
Það er náttúrlega lang einfaldast að fá X merkingu á sig í símaskránni eða vera með leyninúmer.
Hvorugt kostar krónu.
nánari upplýsingar í 800-7000
28. mars 2003 kl. 20:21 GMT | #
Strumpurinn svarar:
Sem fyrrverandi símasölumaður til margra ára vil ég bara benda á það að ég veit ekki um eitt einasta símasölufyrirtæki sem notar símaskránna við söluna. Í denn vann Markhúsið lista fyrir símasölufyrirtækin og voru þeir þannig unnir að leyninúmer voru þar á lista hjá þeim.
Síðan vil ég bara benda þeim sem hafa verið að koma með fyndnar lausnir á að "losna" við símasölufólkið á það að þetta eru ófrumlegustu hugmyndir sem maður heyrir. Ég var búinn að heyra þær allar 1997 þegar ég byrjaði en hélt endalaust áfram að heyra þær. Hugmyndir fólks um eigin fyndni virðast engin takmörk sett. Væntanlega sama fólkið og stundaði símaöt í denn með brandaranum "Gengur ískápurinn þinn."
Auðveldasta leiðin til þess að losna við símasölumann er að segja þegar hann byrjar á söluræðunni. "Heyrðu, veistu ég hef ekki áhuga á að kaupa neitt." eða "Ég stunda ekki viðskipti í gegnum síma.", eða bara eitthvað ámóta. Sparar öllum tíma og óþarfa bögg. Get alveg fullvissað ykkur um að verktakinn sem situr og hringir hefur ekki mikinn áhuga á að vera þarna lengur en hann þarf.
Strumpakveðjur :)
29. mars 2003 kl. 12:21 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Símasölumenn eru þjófar. Þeir stela tíma af saklausu fólki. Mér finnst því ekkert að því að stríða þeim dónalegustu aðeins - t.d. þeim sem hringja í farsímann manns á miðjum degi og nota númeraleynd til að "verja" sig.
Sorrí, ég hef bara afskaplega litla samúð með svoleiðis fólki/fyrirtækjum.
Til að símasölubransinn gæti talist heiðarleg viðskipti þá þyrfti tvennt að koma til:
29. mars 2003 kl. 12:57 GMT | #
Hrafnkell svarar:
Þótt síminn útvegi ekki bannlistann þá er það engin afsökun. Það stendur í lögunum að þeir verði að virða þessa lista. Þessi listi er á www.simaskra.is svo það er engin afsökun. Ef símasölufyrirtækin hafa ekki þær upplýsingar sem þarf til að geta stundað símasölu þá verða þau bara að bíða uns þau hafa hann.
29. mars 2003 kl. 15:15 GMT | #
Strumpurinn svarar:
Hummm... ég er ekki að segja að það sé neitt að því að stríða símasölumönnum, heldur finnst mér það bera vott um frekar vafasaman húmor.
Og ef menn ætla að fara að skilgreina fólk sem þjófa fyrir þetta finnst mér menn hafa vægast sagt vafasaman skilning á hugtakinu þjófur. Þá myndu væntanlega kvikmyndahús bæjarins þurfa að flokkast þannig þar sem ekki man ég nokkurn tíman eftir því að hafa haft áhuga á að horfa á tuttugu mínútur af auglýsingum á undan bíómyndum, sem er að því er ég held meiri tími í einni setu heldur en samanlagður sá tími sem símasölumenn hafa angrað mig (ég lýk símtölunum hratt). Einnig mundi fólk sem notar ávísanir í verslunum þegar mikið er að gera vera þjófar þar sem það tefur röðina og tekur þar með dýrmætan tíma frá öllum aðilum. Ætli fólk sem biðji um nótur við sömu aðstæður sé ekki líka þjófar. Þetta er mjög skemmtilegur skilningur á orðinu þjófur, hálf Ísland væri komið í steininn áður en um langt væri liðið.
Varðandi það að þetta brjóti lög þá er það vafalaust rétt. Þá sting ég upp á því að fólk kæri, en nöldri ekki.
Fyrir þá sem símasölumenn fara í taugarnar á þá noti þeir sömu lausn og ég, enda símtalið snemma og á einfaldan hátt. Einföld vandamál eru yfirleitt best leyst á einfaldan hátt.
Fyrir þá sem hafa gaman af að nöldra og velta sér upp úr vandamálum er bent á hinar ýmsustu brandara sem hægt er að beita á símasölumenn. Að vísu mun engum finnast það fyndið nema þeim hinum sama þar sem símasölumaðurinn hefur heyrt þá alla áður og enginn annar er að hlusta. Fólk sem hlær að sjálfs síns fyndni hefur sjaldan vakið mikla lukku.
Þessu er ekki beint á neinn sérstakan heldur bara almennt.
Strumpakveðjur :)
29. mars 2003 kl. 20:57 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég segi að símasölumenn séu þjófar á sama hátt og sagt er að tölvupóst "spammarar" séu þjófar. Spam í tölvupósti og óumbeðin sölusímtöl eru algjörlega sambærilegt fyrirbæri.
Svo það sé á hreinu, þá er ég aldrei fyndinn í símann við símasölufólk. Ég segi alltaf bara strax "ég ætla að stöðva þig núna og spara þér fullt af tíma, ég hef það fyrir mjög stranga reglu að kaupa aldrei neitt í gegnum síma." Það er bara einstaka sinnum - þegar mér misbýður sem mest dónaskapurinn í sölumanninum, sem ég bregð á það ráð að setja upp ógeðslega-glaðlegu-en-samt-ákveðnu röddina mína til að láta sölufíflinu bregða smá.
Ég áskil mér samt allan heimsins rétt til að finnast ég fyndinn hvenær sem er og er slétt sama hvort viðkomandi dónalega sölumanni finnist ég fyndinn eða ekki og verði pirraður á gríninu. Það var hann/hún sem byrjaði að angra mig - ekki öfugt.
Það er alveg sama hversu kurteist og mjúkmált símasölufólk er þegar það hringir, það er samt dónar, því sölusímtöl eru dónaleg í eðli sínu.
30. mars 2003 kl. 12:21 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Strumpur: Þú virðist gleyma því að linkarnir sem ég benti á í upprunalegu dabókarfærslunni voru ætlaðir Kela, sem möguleg svör við glæpamönnum sem stunda símasölu til fólks sem er búið að setja sig á bannlista símfyrirtækjanna og hagstofunnar. Af hverju ætti Keli (eða við öll) að fá samviskubit yfir því að mögulega angra fólk sem er að valda honum áreiti og brjóta lög í leiðinni?
30. mars 2003 kl. 12:27 GMT | #
Strumpurinn svarar:
Sko.... ég var bar að koma með ákveðið atriði þegar ég ákvað að tjá mig um þetta. Ég held að ég hafi komið með hann að einhverju leyti.
Annars fara óþarfa hringingar í mig sennilega meira í taugarnar á mér en flestum öðrum. Þannig að ég nenni ekki að verja símasölumenn.
Eigið skemmtileg símtöl
Strumpakveðjur :)
30. mars 2003 kl. 13:00 GMT | #
Ragnar svarar:
Ég segi yfirleitt að ég sé upptekinn en ef viðkomandi vill láta mig fá heimasímanúmerið sitt svo ég geti hringt í hann um kvöldmatarleytið sé honum velkomið að gera það.
30. mars 2003 kl. 21:07 GMT | #
Svansson: Símasölumenn
31. mars 2003 kl. 23:46 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Svansson: Áttu við að flestir fátækir námsmenn sem stunda símasölu séu fórnarlömb aðstæðna og óprúttinna braskara, og séu þannig í sambærilegri stöðu við a-evrópska kynlífsþræla sem neyðast til að stunda ósiðlega iðju og stundum ólöglega? :-)
Hvar endar ábyrgð símasölumannsins sem hlýðir skipun um að hringja í lista af símanúmerum sem hann veit að eru sum hver á bannlista Hagstofunnar og símfyrirtækjanna?
Auðvitað er þetta ekki meint persónulega gegn Strumpinum eða öðrum. Málið er bara að fólk er almennt sammála um að tölvuruslpóstur (spam) sé þjófnaður á tíma móttakenda og tölvukrafti og ég hef enn ekki heyrt nein traust rök fyrir því að símasala sé á einhvern hátt frábrugðin tölvuruslpósti hvað þetta varðar?
31. mars 2003 kl. 23:56 GMT | #
Svansson.net svarar:
Tjah, almennt sammála? Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist símasölumenn vera dónalegir, enda vill enginn láta hringja í sig út af tómum óþarfa - og stundum kemur líka fyrir þeir fara yfir strikið. En mér finnst þú pínulítið falla í þá gryfju að finnast þín sýn á heiminn vera sú eina rétta:). Þín sýn á heiminn byggir að sjálfsögðu á þínu umhverfi, en símasölumaðurinn býr við annað umhverfi og hefur aðra sýn á málin. Hann getur til dæmis litið svo á að það sé hagstofunni að kenna að þessi símanúmer séu ekki fjarlægð og hann getur líka litið svo á að tilgangur sinn með símasölunni sé rétthærri en réttur þinn til að vera í friði. Og hann getur haft sanngjarnar og málefnalegar aðstæður fyrir því að líta þannig á. Sama gildir um fyrirtækið sem hann vinnur fyrir. (En svo getur hann líka lokað augunum fyrir því og hringt sem mest hann má og gefið skít í allar dýpri pælingar:)
Eigendur fyrirtækis geta sömuleiðis litið svo á að þeir hafi rétt á því að koma vöru á framfæri með sem minnstum tilkostnaði. Þetta er samt etv aukaatriði, ég felli mig bara ekki við orðalagið að fólk sé almennt sammála um þetta. Ég hugsa það gildi einkum þegar það er nýbúið að fá símtal - flestir þeirra sem eru almennt sammála þá myndu líka verða sammála um að það væri í lagi að hringja út ef þeir væru að stunda markaðssetningu eða vinna fyrir sér.
Við skulum heldur ekki gleyma því að iðulega nota líknar- og góðgerðasamtök ígildi símasölu til að afla sér tekna.
Ég hef reyndar aldrei unnið við símasölu líkt og strumpurinn að staðaldri, en hef nokkrum sinnum stundað fjáröflun ýmis konar, safnað auglýsingum, og svo líka tekið þátt í kosningabaráttum ýmiskonar sem iðulega fara fram í gegnum símann:) Þannig fékk maður aðra sýn á málin. Og ég lít alls ekki á mig sem dóna, þvert á móti er ég alltaf ákaflega kurteis og prúður þegar ég hringi í fólk og angra það:)
1. apríl 2003 kl. 08:51 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég sagði: "fólk er almennt sammála um að tölvuruslpóstur (spam) sé þjófnaður á tíma móttakandans og tölvukrafti"
Ætla engum að vera almennt sammála um að símasölumenn sé sambærilegir við tölvuruslpóst - þótt mér finnist það. :-)
1. apríl 2003 kl. 10:54 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Svansson bendir á að "[símasölumaðurinn] getur til dæmis litið svo á að það sé hagstofunni að kenna að þessi símanúmer séu ekki fjarlægð og hann getur líka litið svo á að tilgangur sinn með símasölunni sé rétthærri en réttur þinn til að vera í friði."
Gæti mögulega verið, en breytir því ekki að viðkomandi (ímyndaður) sölumaður gerist klárlega brotlegur við lög með athæfi sínu. Ef honum finnst Hagstofan eða símfyrirtækin ekki standa sig í stykkinu verður hann að eiga það við þá aðila, og ekki láta almenning gjalda fyrir það.
Málið er að allar þessar afsakanir sem símasölufyrirtækin (eða fólkið) koma með eru nákvæmlega þær sömu og maður heyrir spammara afsaka sig með - sem aftur rennir stoðum undir þá skoðun mína að símasölumenn og spammrar séu í mörgum tilfellum sambærilegur þjóðflokkur.
1. apríl 2003 kl. 11:09 GMT | #