TrackBack fjör
Í fyrradag kveikti ég á Trackback á statískt renderuðu HTML síðunum mínum en kvartaði yfir því að þær uppfærðust ekki sjálfkrafa þegar Trackback beiðni berst. Matti Á. benti mér strax á leiðbeiningar frá Phil Ringnalda um hvernig megi breyta einni MT forritsskrá til að kveikja á sjálfvirkum uppfærslum.
Ég fylgdi leiðbeiningunum og núna birtast Trackback vísanir sjálfkrafa um leið og þær berast. Tóm gleði. (Ég á ekki von á öðru en að þessi breyting verði hluti af næstu útgáfu af MT.)
Að auki er ég búinn að bæta við Trackback insláttarformi neðst á allar umræðusíðurnar til þess að ég og aðrir getum bent á áhugaverða linka og tilsvör með handvirkum hætti (gagnlegt t.d. fyrir þá sem nota Blogger). Snjöll viðbót þótt ég segi sjálfur frá. :-)
Meira þessu líkt: Hugdettur, Movable Type.
Svör frá lesendum (4)
Dagbók Ernu og Mödda: Trakkbakk...
28. mars 2003 kl. 04:32 GMT | #
Salvör svarar:
"...Í fyrradag kveikti ég á Trackback á statískt renderuðu HTML síðunum mínum..."
Ha?
28. mars 2003 kl. 19:37 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Já þessi setning var ekkert mjög skýr. Ég virkjaði TrackBack og birti trackback tenglana á statískum HTML síðunum sem síðan uppfærðust ekki sjálfkrafa þegar nýir linkar bárust.
28. mars 2003 kl. 23:12 GMT | #
Dagbók Kristjáns og Stellu: MT leikfimi
13. apríl 2003 kl. 15:09 GMT | #