Fćrslur föstudaginn 28. mars 2003

Kl. 23:08: Vitlausustu leiđarvísar í heimi 

Í nýjasta fréttabéfi Creative Good er vísađ á alveg dásamlega verđlaunasíđu, "Worst Manual Contest".

Í öllum tilfellum er hćgt ađ sćkja leiđbeiningabćklinginn sem um rćđir í PDF formi og skođa dásemdina í heild sinni.

Sendu ţitt svar | Varanleg slóđ

Kl. 14:47: Svar viđ ágengum símasölumönnum 

Keli nörd skođar leiđir til ađ kljást viđ ágenga símasölumenn sem virđa hvorki fjarsölubannlista Hagstofunnar né símfyrirtćkjanna. Áhugaverđar upplýsingar um réttarstöđu almennings á Íslandi.

Ef allt annađ klikkar ţá má kannski benda Kela á ţetta sem mögulegar lausnir:

Svör frá lesendum (16) | Varanleg slóđ

Kl. 04:07: TrackBack fjör 

Í fyrradag kveikti ég á Trackback á statískt renderuđu HTML síđunum mínum en kvartađi yfir ţví ađ ţćr uppfćrđust ekki sjálfkrafa ţegar Trackback beiđni berst. Matti Á. benti mér strax á leiđbeiningar frá Phil Ringnalda um hvernig megi breyta einni MT forritsskrá til ađ kveikja á sjálfvirkum uppfćrslum.

Ég fylgdi leiđbeiningunum og núna birtast Trackback vísanir sjálfkrafa um leiđ og ţćr berast. Tóm gleđi. (Ég á ekki von á öđru en ađ ţessi breyting verđi hluti af nćstu útgáfu af MT.)

Ađ auki er ég búinn ađ bćta viđ Trackback insláttarformi neđst á allar umrćđusíđurnar til ţess ađ ég og ađrir getum bent á áhugaverđa linka og tilsvör međ handvirkum hćtti (gagnlegt t.d. fyrir ţá sem nota Blogger). Snjöll viđbót ţótt ég segi sjálfur frá. :-)

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóđ

Kl. 03:23: Gagnlegar MT kerfisviđbćtur 

Kerfisviđbćturnar eru ţađ sem gera Movable Type eins öflugt og raun ber vitni. Gott safn kerfisviđbóta má finna á mt-plugins.org

Viđbćturnar sem ég er ađ nota í dag og get mćlt sérstaklega međ:

  • SimpleComments - sameinar "comment" og "trackback tengla" í einn lista.
  • IfEmpty - Einfalt en ótrúlega gagnlegt
  • FirstNWords - fyrir útdrátt úr lengri texta. Nota ţetta međ <MTIfEmpty var="EntryTitle">...
  • Compare - leyfir manni ađ nota einfaldar skilyrđingar. Flóknari útgáfa af IfEmpty (ađ ofan).
  • TextileFormatting - einfaldur ritháttur til ađ skrifa HTML. Sniđugt fyrir ţá sem vilja ekki leyfa HTML í comment reitum.
  • Regex - reglulegar segđir (fyrir lengra komna)

Svo lofar KeyValues mjög góđu en ég er ekki enn farinn ađ nota ţađ neitt.

Felstum viđbótunum fylgja stuttar leiđbeiningar um innsetninguna sem felst einfaldlega í ţví ađ afrita 1-3 skrár á mismunandi stađi í Movable Type möppunni og ţá byrjar viđbótin samstundis ađ virka eins og hún hafi alltaf veriđ ţarna. Mjög einfalt. :-)

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóđ


 

Flakk um vefsvćđiđ



 

Fćrslur í mars 2003

mars 2003
SunMán ŢriMiđ FimFös Lau
            1.
2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.
16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
23. 24. 25. 26. 27. 28. 29.
30. 31.          

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)