Hei vá, nördahetjan Kristján er að herma eftir mér. :-) En það er bara staðreynd að Trackback er ekkert áhugavert nema að það virki sem eðlilegur hluti af svörunum við dagbókarfærslunni - enda er trackback ekkert annað en svar vistað á annari vefsíðu.
Ég vona að Kristján hafi ekki eytt mjög löngum tíma í þetta fikt sitt. Ég notaði bara SimpleComments viðbótina við Movable Type.
Svör frá lesendum (5) |
Varanleg slóð
Kl. 14:20: "Movable Google" og íslensk tákn
Ragnar Torfi sendi mér bréf og spyr um tengingu MT leitar við Google leit. Ég hef ekki tíma til að líta á málið núna, en skil þetta eftir hér með leyfi Ragnars, svo aðrir geti spreitt sig á þessu þangað til.
Leitarvélin á MT er ágæt. En mig langar að bæta við
möguleikanum á að setja inn niðurstöður frá google með því að nota
MTGoogleSearch, þeas. niðurstöður leitar að sama leitarstreng og var notaður
fyrir MT-leitina. Ég prófaði þetta á http://[Ritskoðað] - viti menn,
þetta virkar. Nema fyrir eitt smáatriði. Sértákn í templeitinu fara öll til
fjandans og séu sértákn í leitarstrengnum birtast google-niðurstöðurnar
ekki. Lausnina sem ég notaði fann ég á Movable Type spjallþráðunum en það má sjá hana í notkun á Flexistentialist.org.
Datt í hug að senda þér þessar vangaveltur ef þú skyldir vera í svipuðum
hugleiðingum. Mig nefnilega vantar lausn á þessu fyrir annan vef og allar
ábendingar væru vel þegnar :o)
Svör frá lesendum (1) |
Varanleg slóð
Kl. 13:54: Lén flutt frá NetSol til Register.com
Í morgun skrifaði ég um vandræði mín með að endurnýja leiguna á ANOMY.NET. Eftir ábendingar frá góðu fólki þá ákvað ég að freista þess að endurnýja leiguna og flytja mig um set til nýs þjónustuaðila. Register.com varð fyrir valinu, og viti menn, þeir tóku vandræðalaust við peningunum mínum. Þessir menn kunna sko sannarlega að græða. :-)
Ferlið var einfalt og sársaukalaust:
- Slæ inn Register.com og smelli á "Switch to Register.com" flipann efst á síðunni. (Sniðugt að hafa sér flipa fyrir það.)
- Slæ inn ANOMY.NET, smelli áfram gegnum staðfestingarskrefið
- Vel að stofna nýjan reikning hjá Register.com
- Slæ inn upplýsingar um tengiliði (fletti upp anomy.net í Whois grunninum og peistaði á milli) og vel mér notendanafn og lykilorð hjá Register.com
- Staðfesti upplýsingarnar sem ég sló inn.
- Vel áskriftartíma og verð sem hentar mér (t.d. 3 ár á USD76), endurreikna og gef svo upp greiðslukortaupplýsingar. (þurfti að skrolla niður til að sjá kortareitina)
- Búið! Nú á ég von á staðfestingarskeyti innan 1-3 daga.
N.B. það á enn eftir að koma í ljós hvort NetSol lætur lénið af hendi átakalaust.
Svör frá lesendum (2) |
Varanleg slóð
Kl. 10:23: Anomy.net að renna út
ANOMY.NET er að renna út. Ég hef enn nokkra daga til stefnu til að endurnýja skráninguna en útlitið er samt svart því Network Solutions harðneita að taka við kreditkorta upplýsingunum sem ég slæ inn, og þó er ég búinn að reyna trekk í trekk undanfarnar vikur með fleiri en eitt greiðslukort. Svo svara þeir ekki fyrirspurnum sem berast í tölvupósti. Hvað gera bændur?
Svör frá lesendum (17) |
Varanleg slóð
Kl. 02:45: Og þá var kátt í höllinni...
Stína og Garpur komu heim frá Kanada fyrr í kvöld eftir 24 klukkustunda ferðalag, frá Edmonton til Calgary, þaðan til Heathrow og með rútu til Stansted, og að lokum flugi til Reykjavíkur. Þó að það séu ekki nema 10 dagar síðan ég sá strákinn síðast, þá sé ég samt mjög mikinn mun á honum. Hann hefur stækkað, tvær tennur í neðri gómi hafa brotið sér leið, og núna er hann búinn að læra að skríða eins og lítill apaköttur um öll gólf í litlu íbúðinni okkar. Nú skal heimurinn sko rannsakaður. Kisurnar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið (20 daga fjarvera drengsins hafði sannfært þær um að þær væru loksins lausar við hann). Sérstaklega þegar strákurinn situr og sturtar hróðugur úr matar- og vatnsdöllunum þeirra. Kisurnar þurfa hér með að láta sér lynda að éta standandi uppi í gluggasyllu.
Það er sko kátt í Grettisgötuhöllinni núna - m.a. vegna þess að sumir litlir drengir eru á kanadískum tíma og vilja ekki fara að sofa.
Sendu þitt svar |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum