Trackback í gang

Skrifað 26. mars 2003, kl. 20:09

Þá er ég búinn að kveikja á "Trackback Ping" fítusnum í MT. Fyrir þá sem ekki vita hvað "Trackback" er, þá eru hér myndskreyttar skýringar.

Gallinn er bara að af því ég læt kerfið skrifa út statískar síður, þá birtast Trackback tenglar sem aðrir senda ekki fyrr en a) einhver skrifar eitthvað við færsluna, eða b) ég gef MT sérstaka skipun um að glæða viðkomandi síðu.

Það er gaman að vera nörd.


Meira þessu líkt: Movable Type.


Svör frá lesendum (6)

  1. Matti Á. svarar:

    Á þessari síðu er sýnt hvernig maður lætur MT endursmíða síðuna þegar trackback ping er sent. http://philringnalda.com/blog/2002/12/rebuildingindividualarchiveswhenpinged.php

    Á þessari síðu tók ég saman nokkra punkta þegar ég var að fá trackback til að virka hjá mér http://www.gmaki.com/matti/dagbok/001090.html

    Matti Á.

    26. mars 2003 kl. 20:48 GMT | #

  2. JBJ svarar:

    Fyndið, það þarf bara að minnast á ykkur Kela í MBL til að þið hysjið upp um ykkur og farið að dæla efninu út á ný

    26. mars 2003 kl. 22:06 GMT | #

  3. Dagbók Kristjáns og Stellu: TrackBack tilraun

    "Mér finnst svo sniðugt hvernig Már blandar saman ummælum og TrackBack-skilaboðum að mig langaði að prófa líka. Hingað til hef..." Lesa meira

    27. mars 2003 kl. 20:14 GMT | #

  4. Már Örlygsson: Simple Comments

    "Hei vá, nördahetjan Kristján er að herma eftir mér. :-) En það er bara staðreynd að Trackback er ekkert áhugavert nema að það sé eðlilegur hluti af svörunum við dagbókarfærslunni. Ég vona að Kristján hafi ekki eytt mjög löngum tíma..." Lesa meira

    27. mars 2003 kl. 22:12 GMT | #

  5. Vefdagbók Tryggva: Linkagleði

    "Mér finnast linkar æðislegir. Ýmislegt vont hefur verið sagt þá í gegnum tíðina en ég og fleiri erum sammála um að linkar séu af hinu góða. Því gleður það mig talsvert að sjá að ábending mín varð vinsæl og svo virðist sem..." Lesa meira

    27. mars 2003 kl. 23:06 GMT | #

  6. Már Örlygsson: TrackBack fjör

    "Í fyrradag kveikti ég á Trackback á síðunum mínum en kvartaði yfir því að þær uppfærðust ekki sjálfkrafa þegar Trackback beiðni berst. Matti Á. benti mér strax á leiðbeiningar frá Phil Ringnalda um hvernig megi breyta einni MT forritsskrá til..." Lesa meira

    28. mars 2003 kl. 04:08 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)