Þá er ég búinn að kveikja á "Trackback Ping" fítusnum í MT. Fyrir þá sem ekki vita hvað "Trackback" er, þá eru hér myndskreyttar skýringar.
Gallinn er bara að af því ég læt kerfið skrifa út statískar síður, þá birtast Trackback tenglar sem aðrir senda ekki fyrr en a) einhver skrifar eitthvað við færsluna, eða b) ég gef MT sérstaka skipun um að glæða viðkomandi síðu.
Það er gaman að vera nörd.
Svör frá lesendum (6) |
Varanleg slóð
Kl. 15:14: Gaman að vera byrjaður aftur
Þakka öllum fyrir fögur orð og góðar kveðjur. Takk líka fyrir kommentin. Það er gaman að vera kominn aftur. Takk fyrir mig.
Svör frá lesendum (2) |
Varanleg slóð
Kl. 03:04: Tilvistarkreppa Svanhildar
Ljósvakalæðan Svanhildur er í tilvistarkreppu með dagbókarskrifin sín.
Mér hefur fundist gaman að lesa skrifin hennar, kannski einmitt vegna þess að hún hefur virst óhrædd við að miðla einhverju persónulegu. Því segi ég við Svanhildi: Haltu áfram að ögraða sjálfri þér og umhverfinu. Það hafa allt of margir góðar raddir horfið af netinu í einhverju helv. einkalífsréttrúnaðarkasti vegna utan að komandi þrýstings. Með því að vera trú eigin tilfinningu um það hvað er "eðlilegt", þá tekur þú virkan þátt í að hliðra til almenna "norminu". Þetta er nýr miðill og við þurfum öll að vera pínulítið djörf til að tryggja að hann nái að þroskast almennilega. Eftir 10 ár þegar sonur þinn verður orðinn unglingur og "blogg" verður orðið eðlilegur hluti af heiminum, þá mun honum ábyggilega finnast bara kúl að geta lesið hvað mamma hans var að hugsa þegar hann var lítill. Mundu bara að kenna honum að byrja að halda eigin dagbók snemma. :-)
Svör frá lesendum (4) |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum