Færslur Þriðjudaginn 25. mars 2003

Kl. 23:06: Siðferði vs. rökfesta?

Unnur og Svansson skrifa færslur um ólíka hluti sem pirrar þau. Svansson er efni í "spindoctor" djöfulsins. Margir ágætir punktar í skrifum hans, en hann virðist gleyma því að það að vera siðferðisvera snýst ekki endilega um að vera 100% rökfastur. ... Lesa meira

Svör frá lesendum (9)

Kl. 18:44: Hvað segir maður við svona? 

Ármann Reynisson hringdi í mig áðan og kynnti sig með nafni og var hinn kumpánlegasti. Hann spurði mig strax hvort ekki gæti verið að hann hefði lesið eitthvað haft eftir mér um "blogg" í Mogganum um daginn. Ég játti því. Hann hélt áfram að spyrja mig eitthvað út í þetta, hvað ég væri að gera, og þannig fram eftir götunum. Eftir stutt spjall vatt hann sér þó að efninu og sagði að hann væri með bók, "Vinjettur", sem hann hefði gefið út. Jú, jú, sagði ég og bjóst við að hann vantaði aðstoð við að koma upp heimasíðu eða eitthvað... En þá hóf hann upplestur úr einhverjum ritdómum, og niðursoðnum símasölutexta sem rómaði þessa ágætu bók. Markmiðið með símtalinu var sumsé allan tíman að selja mér umrædda bók. Ég stöðvaði ræðuna og lofaði manninum að skoða síðuna hans, en sagði honum jafnframt að ég keypti aldrei neitt af símasölumönnum. Við kvöddumst.

Í gær hringdi einhver sölumaður í mig í farsímann minn og ætlaði að selja mér tryggingu. Ég sagði við manninn með minni björtustu og viðkunnalegustu röddu: "Ég vil ekkert tala við þig" og bætti við "og þú mátt aldrei aftur hringja í mig í þetta númer". Manngreyinu virtist brugðið, og kvaddi í einhverri taugaveiklun og lagði á í snarhasti.

Ég finn til með símasölufólki.

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 12:13: Már í Google og linkar á fólk 

Sjitt, mar.anomy.net er dottinn úr fyrsta sætinu á Google þegar leitað er að orðinu "Már". Ekki gott. Viðbót: Skýringin virðist vera sú að Google séu nýbyrjaðir að leggja á og a að jöfnu. Kannski ég breyti nafninu á síðunni minni í "Página del Mar".

Annars er það að frétta að ég er loksins búinn að fá mér svona linkalista á fólk (blogroll) og hugmyndir (idearoll) sem ég fíla.

Svör frá lesendum (6) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í mars 2003

mars 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
            1.
2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.
16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
23. 24. 25. 26. 27. 28. 29.
30. 31.          

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)