Færslur mánudaginn 24. mars 2003

Kl. 22:43: Tvenn fyndin hjón 

Kiza sæta kemur með ansi góðan punkt eftir að hún las tylliástæðurnar mínar í dag.

Svo hló ég duglega að Male Bonding teiknimyndasögunni hans Zatós. Góður díalógur og fín tímasetning í aðeins fjórum römmum. :-)

Að lokum stóðst ég bara ekki mátið og henti létt grín að ofurfemínistanum Salvöru út af Burkha kuflunum sem maðurinn hennar er búinn að kaupa og senda heim til hennar og dætranna. Salvör svaraði og grínið komst á sæmilegt flug.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 19:14: IE böggar 

Síðan lítur eitthvað skringilega út núna í Internet Explorer. Svona gerist þegar maður smíðar vef í beinni. Þetta stendur allt til bóta, en ég mæli með því að fólk skoði síðuna í Opera þangað til ég gef mér tíma til að laga þetta. :-)

Á þessu stigi uppsetningarferlisins skiptir útlitið engu máli. Nýtt og nothæft útlit kemur seinna.

10 mínútum síðar: ég stóðst ekki mátið og lagaði þetta.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 17:45: Movable Type er sniðugt 

Bráðeinfalt í notkun, vel hannað, mjög sveigjanlegt. Ég eyddi ca. 3 tímum í gær/nótt í að

  • Lesa um MT fram og aftur og sækja það yfir netið.
  • Setja það upp á heimasvæðinu mínu á Klaka (að stórum hluta sjálfvirkt ferli).
  • Byrja að skrifa prufufærslur og sjá þær birtast.
  • Byrja að fikta í stillingum og sníða template skjölin að mínum þörfum.

Það er greinilegt að MT er hannað fyrir fyrir svona quasi-nörda eins og mig sem kunna allan fjandann í tölvugrúski en hafa ekki snefil af þolinmæði í eitthvað kerfisuppsetningarfokk.

Í dag er ég svo búinn að eyða skitnum 2-3 tímum í viðbót og er strax kominn vel á veg með að brjóta template-skjölin upp í skynsamlegar samnýtanlegar einingar, endurforrita hluta þeirra þannig að þær uppfylli allar sérviskuþarfirnar mínar (falleg URL, aðgreining milli stuttra hugleiðinga og lengri greina, etc.) og púsla öllu saman í heilar síður.

Svona eiga góð þróunartól að vera.

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóð

Kl. 16:16: Nokkrar tylliástæður 

...liggja að baki því að ég vel daginn í dag til að endurlífga heimasíðuna mína:

  1. Í gær birtist miðopnugrein í Morgunblaðinu um "blogg" og vefleiðara eftir Hildi Einarsdóttur. Gott framtak og líklega ein allra besta umfjöllunin um vefleiðara í íslenskum fjölmiðlum til þessa. Í greininni var talað við mig (ásamt fleirum) og ég titlaður "...manna fróðastur um vefleiðara" og "Vefleiðarahöfundur" þó ég frábiði mér þann titil sérstaklega til að forðast meinhæðnar sneiðar frá vinum og kunningjum.
  2. Jósi las greinina og sendi mér góðlátlega sneið og hvatti mig til að byrja aftur að skrifa. (Minnisp: Salvör sendi mér svipaða sneið síðasta haust :-)
  3. Ég er búinn að lofa Salvöru að skrifa um höfundarétt á netinu fyrir hóp áhugasamra KHÍ nema og vantar þægilegan vettvang til að miðla þeim pælingum.
  4. Ég er á kafi í verkefnum þessa dagana og hef engan tíma til að setja upp heimasíðu fyrir sjálfan mig. En eins og allir vita þá er aldrei eins gaman að nördast og þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað.
  5. Í dag er akkúrat eitt ár liðið síðan dagbókin mín hvarf með manni og mús. Bloggleysuafmæli!

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóð

Kl. 16:09: Heimasíðugerð í beinni 

Ég ætla loksins að láta verða að því að koma mér upp almennilegri heimasíðu aftur. Í stað þess böðlast í gegnum það að smíða umsýslutólið sjálfur (been there, done that) þá nota ég Movable Type.

Mér og öðrum til gleði og yndisauka þá mun smíðin fara fram fyrir opnum tjöldum, en mottó næstu daga verður:

Ný og endurbætt heimasíða í smíðum í beinni útsendingu. Skoðist með fyrirvara um brotna linka, síður sem kunna að hverfa fyrirvaralaust, og handahófskenndar útlitsbreytingar!

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 12:00: Athyglivert 

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í mars 2003

mars 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
            1.
2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.
16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
23. 24. 25. 26. 27. 28. 29.
30. 31.          

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)