2500 Skotar á leið til landsins!
Spurst hefur út að um 2500 Skotar séu á leiðinni til landsins á allra næstu dögum. Hópurinn hefur það að markmiði að mótmæla leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur.
Spurst hefur út að um 2500 Skotar séu á leiðinni til landsins á allra næstu dögum. Hópurinn hefur það að markmiði að mótmæla leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur.
Ríkisstjórnin hefur fundað ásamt Lögregluyfirvöldum um málið. Búist er við að í dag eða á morgun verði tilkynnt hver viðbrögð yfirvalda verða í málinu. Lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum sínum af komu svo stórs hóps og í ljósi mikillar manneklu og fjársveltis embættisins á fjárlögum undanfarinna ára.
Skoskur maður sem talið er að hafi dvalið hér á landi í nokkur ár (mætti tímanlega) telur að skoski hópurinn muni aðallega hafa í frammi friðsamleg mótmæli. "Þetta fólk er ekkert að mótmæla neinu, þau vilja bara fara á leikinn". Aðrir heimildamenn blaðsins halda því fram að markmið Skotanna sé aðallega að vera sýnilegir og minna íslenska landsliðið á nærveru sína og fjölmörg brot Íslendinga á skoskum leikmönnum í gegnum tíðina.
Samkvæmt talsmannum Lögreglunnar og Dómsmálaráðuneytis eru Skosku "stuðningsmennirnir" þekktir fyrir að vera allt annað en friðsamlegir á landsleikjum. "Þeir fara með hrópum og köllum og syngja hástöfum á meðan leikjum stendur." Ennfremur segjast yfirvöld hafa fyrir því öruggar heimildir að sumir Skotanna séu þekktir fyrir að neyta áfengis á ferðum sínum erlendis.
Aðspurður segir Davíð Oddson forsætisráðherra málið einfalt. "Við heimilum ekki að Flugleiðir taki fólk hingað, sem er á þessum tiltekna tíma komið í ákveðnum tilgangi, sem er andstæður því sem hentar íslenska landsliðinu um þessar mundir". Hann bætir við: "Þetta fólk er eingöngu að koma hingað vegna þess að það er að elta skoska landsliðið og það gerir það ekki bara hér, heldur út um hin og þessi lönd og virðist hafa allan þann tíma og peninga sem það þarf til þess, hvaðan sem þeir peningar nú koma."
Maðurinn á götunni ku hafa mestar áhyggjur af því hver viðbrögð 1100 Skoskra knattspyrnuáhugamanna verða þegar þeir komast að því að, eftir að hafa borgað flugfar með Flugleiðum og þolað áreiti frá íslensku flugfreyjunum, fá þeir svo ekki miða á leikinn. "Ég meina djöfull yrði ég pissed off!"
Svör frá lesendum (2)
Már Örlygsson: Viðbrögð við skotagríninu
31. mars 2003 kl. 01:22 GMT | #
Már Örlygsson: Baggalútur og skotarnir 2500?
31. mars 2003 kl. 01:40 GMT | #