[maranomynet] "First post!"
Þetta er víst fyrsta skeytið á þessum spánýja og fína póstlista mínum. Ég er í tímaþröng og í ritnauð, þannig að ég ætla bara að hafa þetta sundurlaust og linkaskotið í þetta skipti. Þið fyrirgefið mér það vonandi. :)
To: maranomynet hjá yahoogroups.com
Halló kæra fólk.
Þetta er víst fyrsta skeytið á þessum spánýja og fína póstlista mínum. Ég er í tímaþröng og í ritnauð, þannig að ég ætla bara að hafa þetta sundurlaust og linkaskotið í þetta skipti. Þið fyrirgefið mér það vonandi. :)
Ég var að skrifa tvær sendingar á vefhönnunarpóstlistann (ucd@molar.is) Þeir sem hafa áhuga á að lesa pælingar um notkun kennitölu sem notendanafns og hluta af skráningarupplýsingum notenda á vefsvæðum geta lesið skeytin á vefnum:
Nokkrar nýjar myndir komnar í
Af því ég er kominn í (tímabundna) plássþröng á harða diskinum þar sem þetta er hýst, þá eru þetta bara helstu dagar seinustu þriggja mánaða. Dagar þar sem eftirfarandi sést:
- Bumbumyndir af stínu
- Ljósmóðurferðir
- Brúðkaupið Mömmu og Steve
- Klipping
- e.t.v. eitthvað fleira sem ég man ekki núna :)
Ég og Stína fórum í klippingu s.l. föstudag. Venju samkvæmt handfjatlaði ég skærin.
Handahófskenndir molar:
Stundum vantar mann að vita hvað alveg rétt klukka er. þá er þetta stórsniðug síða Thetimenow.com (tíminn á íslandi) Hún Ungfrú klukka má bara fara að passa sig.
Svo gekk þetta einfalda vélritunarpróf sem ég fann í dag, eins og eldur í sinu meðal vinnufélaga minna í Betware og síðan á nokkrum vefleiðurum, eftir að Árni Þór og Bjarni skelltu sitt í hvoru lagi metunum sínum á heimasíðurnar sínar. Hraðinn minn er skitin 50-55 (villaus!) orð á mínútu.
Svo þið haldið ekki að ég ætli bara að vera svona leiðinlegur, þá megið þið alveg vita að í næstu tveimur skeytum hef ég hug á að pæla aðeins upphátt um hið marg-útjaskaða hugtak "Frelsi" og hvernig ég útskýri það ... og svo segja ykkur frá afar skemmtilegum netleik sem ég hef nýverið uppgötvað.
Það kemur í ljós hvort af þeim skeytum verður, eða hvort ég fæ einhverjar aðrar flugur í höfuðið...
Með kveðju,
Már Örlygsson
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.